Cesc Fabregas segir að það hefði ekkert verið því til fyrirstöðu hjá sér að spila með Arsenal út ferilinn ef Barcelona hefði ekki haft áhuga á honum.
„Það var draumur minn að fá að spila með Barcelona en ég átti ekki bitur ár með Arsenal," sagði hann við franska dagblaðið L'Equipe.
„Það er fjarri sannleikanum. Ég bjó í fallegustu borg heims, spilaði með ótrúlegu liði með frábæran þjálfara og stuðningsmenn sem ég dáði."
Hann greindi einnig frá því að hann hefði tekið á sig launalækkun þegar hann kom til Barcelona.
„Það eru til lið sem borga betur. En þetta var skýrt í mínum huga - annað hvort að koma til Barcelona eða vera áfram hjá Arsenal. Ég var ekki að hugsa um peningana."
Fabregas: Hefði vel getað klárað ferilinn hjá Arsenal
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn