Drómi vill milljarð frá Kaupþingstoppunum Stígur Helgason skrifar 10. október 2012 13:00 Drómi hefur höfðað mál á hendur fimm fyrrverandi yfirstjórnendum Kaupþings til innheimtu rúmlega 900 milljóna króna skuldar vegna jarðakaupa við Langá á Mýrum. Jarðirnar voru ætlaðir undir sumarhús sem aldrei risu. Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Málið er jafnframt höfðað á hendur félaginu Hvítsstöðum ehf., sem skuldin hvílir á, og dótturfélagi þess, Langárfossi ehf. Fimmmenningarnir eiga hver fimmtung í Hvítsstöðum. Upphaflega voru eigendurnir sex, en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta Kaupþings, hefur selt sig út úr því. Hvítsstaðir voru stofnaðir árið 2002 til að kaupa fjórar jarðir á Mýrum af Sparisjóði Mýrasýslu. Félagið fékk 400 milljóna króna lán til kaupanna hjá Sparisjóðnum og SPRON. Þau hafa nú flust til Dróma. Lánin voru í japönskum jenum og hækkuðu mjög eftir bankahrunið. Hæst stóðu þau í 1,1 milljarði. Nú er sem áður segir farið fram á endurgreiðslu á rúmum 900 milljónum. Mennirnir eru samtals í persónulegum ábyrgðum fyrir allri lánsfjárhæðinni. Eignarhlutir allra mannanna fimm í Hvítsstöðum voru kyrrsettir að kröfu slitastjórnar Kaupþings í júní í fyrra. Þetta var gert til að tryggja heimtur upp í kröfur á hendur þeim vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hlutabréfakaupa í bankanum. Eignin var sú eina sem fannst á nafni Magnúsar Guðmundssonar hér á landi en aðrar eignir hinna fjögurra voru líka kyrrsettar. Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Drómi hefur höfðað mál á hendur fimm fyrrverandi yfirstjórnendum Kaupþings til innheimtu rúmlega 900 milljóna króna skuldar vegna jarðakaupa við Langá á Mýrum. Jarðirnar voru ætlaðir undir sumarhús sem aldrei risu. Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Málið er jafnframt höfðað á hendur félaginu Hvítsstöðum ehf., sem skuldin hvílir á, og dótturfélagi þess, Langárfossi ehf. Fimmmenningarnir eiga hver fimmtung í Hvítsstöðum. Upphaflega voru eigendurnir sex, en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta Kaupþings, hefur selt sig út úr því. Hvítsstaðir voru stofnaðir árið 2002 til að kaupa fjórar jarðir á Mýrum af Sparisjóði Mýrasýslu. Félagið fékk 400 milljóna króna lán til kaupanna hjá Sparisjóðnum og SPRON. Þau hafa nú flust til Dróma. Lánin voru í japönskum jenum og hækkuðu mjög eftir bankahrunið. Hæst stóðu þau í 1,1 milljarði. Nú er sem áður segir farið fram á endurgreiðslu á rúmum 900 milljónum. Mennirnir eru samtals í persónulegum ábyrgðum fyrir allri lánsfjárhæðinni. Eignarhlutir allra mannanna fimm í Hvítsstöðum voru kyrrsettir að kröfu slitastjórnar Kaupþings í júní í fyrra. Þetta var gert til að tryggja heimtur upp í kröfur á hendur þeim vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hlutabréfakaupa í bankanum. Eignin var sú eina sem fannst á nafni Magnúsar Guðmundssonar hér á landi en aðrar eignir hinna fjögurra voru líka kyrrsettar.
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira