Fótbolti

Hleb: Lærði meira af Wenger en Guardiola

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Hleb.
Alexander Hleb. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hvít-Rússinn Alexander Hleb er ekki sammála því að Pep Guardiola sé besti þjálfari í heimi. Að hans mati var frábær árangur Guardiola með Barcelona uppskera þess að hann var með bestu leikmennina í sínu liði.

Alexander Hleb er nú á fullu með Meistaradeildarliði BATE Borisov og spilaði allar 90 mínúturnar þegar liðið vann 3-1 sigur á Bayern München á dögunum.

„Ég lærði meira af Arsene Wenger en Pep Guardiola. Pep er samt góður þjálfari," sagði Alexander Hleb sem fór frá Arsenal til Barcelona en Guardiola hafði þó lítil not fyrir hann.

„Guardiola er ekki besti þjálfarinn í heimi því hann vann alla þessa titla af því að hann var með besta liðið og bestu leikmennina í heiminum," sagði Hleb.

„Það er ekki mjög erfitt að vinna með svona lið og [Tito] Vilanova mun því einnig ná frábærum árangri. Bestu þjálfararnir í heimi eru [Jose] Mourinho, [Sir Alex] Ferguson og [Arsene] Wenger," sagði Hleb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×