Seldist upp á fyrstu sýningu Ungleiks á þremur dögum Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. október 2012 08:00 Þeir Stefán, Hávarr og Guðbrandur eru hugmyndasmiðir Ungleiks og vonast til að verkefnið festi sig í sessi líkt og Músíktilraunir. Mynd/Valli „Miðað við áhugann er þetta nokkuð sem vantaði," segir hinn nítján ára gamli Stefán Ingvar Vigfússon. Hann á heiðurinn að verkefninu Ungleik ásamt félögum sínum, þeim Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Hávarri Hermóðssyni. Ungleikur er nýstofnaður leikhópur ungs fólks þar sem leikskáldum og leikurum á aldrinum 16 til 25 ára gefst kostur á að koma list sinni á framfæri. Opnunarkvöldið er 6. nóvember næstkomandi í Borgarleikhúsinu og sýna þar 24 leikarar tólf stutt leikverk ungra leikskálda. Miðarnir á opnunarkvöldið seldust upp á þremur dögum og ríkir því mikill áhugi á verkefninu. Stefán fékk hugmyndina að Ungleik þegar hann var í fríi í Austurríki, en sjálfur er hann leikskáld og leikari. Hann fékk þá Guðbrand Loka og Hávarr til liðs við sig, en félagarnir hafa allir verið viðloðandi leiklist á ýmsum vígstöðvum. Þeir hafa mikinn metnað fyrir verkefninu og vona að það nái að festa sig í sessi. „Framtíðarplanið er að Ungleikur verði eins konar hliðstæða við Músíktilraunir þar sem ungt áhugaleiklistarfólk getur sýnt vinnu sína fyrir almenning," segir Stefán og bætir við að hingað til hafi fátt verið í boði fyrir unga leikara og sérstaklega leikskáld. „Fyrst og fremst eru leikhópar skólafélaganna og einstaka hlutverk í bíómyndum í boði fyrir leikara. Það er nánast ekkert fyrir ung leikskáld nema kannski að fá efni eftir sig birt í skólablöðunum." Leikhópurinn á í samstarfi við hátíðina Unglist og Borgarleikhúsið, sem lánar hópnum minni sal leikhússins fyrir opnunarkvöldið. Fyrirhugað er að sýna verkin í framhaldinu í samstarfi við sjálfstæðu leikhúsin. Fyrsta æfing Ungleiks er í dag en strákarnir hafa setið sveittir undanfarna daga við að koma öllu heim og saman. „Það hefur verið mikið púsluspil að finna gott æfingaplan fyrir alla. Nú er leiðindavinnan búin og bara skemmtilegheit fram undan. Það er okkar von að þetta verkefni stuðli að meiri grósku í íslensku leikhúslífi og hvetji ungt fólk til að byrja að skrifa leikrit."Útvaldir í dómnefnd Hávarr, Stefán og Guðbrandur Loki fengu vel valda einstaklinga úr leikhúslífinu til að aðstoða sig við að velja leikverk og leikara fyrir Ungleik. Dómnefnd leikskálda skipuðu þau Andri Snær Magnason, Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir. Dómnefnd leikara skipuðu Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Marteinn Þórsson. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Miðað við áhugann er þetta nokkuð sem vantaði," segir hinn nítján ára gamli Stefán Ingvar Vigfússon. Hann á heiðurinn að verkefninu Ungleik ásamt félögum sínum, þeim Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Hávarri Hermóðssyni. Ungleikur er nýstofnaður leikhópur ungs fólks þar sem leikskáldum og leikurum á aldrinum 16 til 25 ára gefst kostur á að koma list sinni á framfæri. Opnunarkvöldið er 6. nóvember næstkomandi í Borgarleikhúsinu og sýna þar 24 leikarar tólf stutt leikverk ungra leikskálda. Miðarnir á opnunarkvöldið seldust upp á þremur dögum og ríkir því mikill áhugi á verkefninu. Stefán fékk hugmyndina að Ungleik þegar hann var í fríi í Austurríki, en sjálfur er hann leikskáld og leikari. Hann fékk þá Guðbrand Loka og Hávarr til liðs við sig, en félagarnir hafa allir verið viðloðandi leiklist á ýmsum vígstöðvum. Þeir hafa mikinn metnað fyrir verkefninu og vona að það nái að festa sig í sessi. „Framtíðarplanið er að Ungleikur verði eins konar hliðstæða við Músíktilraunir þar sem ungt áhugaleiklistarfólk getur sýnt vinnu sína fyrir almenning," segir Stefán og bætir við að hingað til hafi fátt verið í boði fyrir unga leikara og sérstaklega leikskáld. „Fyrst og fremst eru leikhópar skólafélaganna og einstaka hlutverk í bíómyndum í boði fyrir leikara. Það er nánast ekkert fyrir ung leikskáld nema kannski að fá efni eftir sig birt í skólablöðunum." Leikhópurinn á í samstarfi við hátíðina Unglist og Borgarleikhúsið, sem lánar hópnum minni sal leikhússins fyrir opnunarkvöldið. Fyrirhugað er að sýna verkin í framhaldinu í samstarfi við sjálfstæðu leikhúsin. Fyrsta æfing Ungleiks er í dag en strákarnir hafa setið sveittir undanfarna daga við að koma öllu heim og saman. „Það hefur verið mikið púsluspil að finna gott æfingaplan fyrir alla. Nú er leiðindavinnan búin og bara skemmtilegheit fram undan. Það er okkar von að þetta verkefni stuðli að meiri grósku í íslensku leikhúslífi og hvetji ungt fólk til að byrja að skrifa leikrit."Útvaldir í dómnefnd Hávarr, Stefán og Guðbrandur Loki fengu vel valda einstaklinga úr leikhúslífinu til að aðstoða sig við að velja leikverk og leikara fyrir Ungleik. Dómnefnd leikskálda skipuðu þau Andri Snær Magnason, Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir. Dómnefnd leikara skipuðu Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Marteinn Þórsson.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira