Norðmenn setja milljarða í að undirbúa olíuvinnslu við Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2012 09:00 Kortið sýnir hvernig hagsmunir Íslands og Noregs tvinnast saman á Jan Mayen-svæðinu. Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Þetta er álíka fjárhæð og farið hefur í þessar rannsóknir undanfarin ár en þær leiddu meðal annars til þess að staðfesting fékkst um olíu í íslenskri lögsögu í fyrra. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn leggja á Jan Mayen-svæðið. Rannsóknir þeirra við eyjuna hafa verið gerðar í samstarfi við Íslendinga og náð inn í samvinnusvæðið Íslandsmegin. Rannsóknir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum auka þekkingu á öllu svæðinu og beina sjónum olíuiðnaðarins jafnframt að þeim hluta sem tilheyrir Íslandi. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að Stórþingið hafi í haust samþykkt metnaðarfulla olíuvinnsluáætlun, sem feli í sér að framleiðsla Norðmanna verði áfram stöðug og mikil um komandi ár. Ef þau áform eigi að rætast sé nauðsynlegt að opna ný svæði til olíuvinnslu. „Þegar er hafið opnunarferli á hafsvæði Noregs við Jan Mayen og mikilvægt er að kortleggja hvaða tækifæri þar eru til olíu- og gasvinnslu," segir ráðherrann í yfirlýsingu. „Það tekur langan tíma frá því svæði er opnað til olíuleitar þangað til búast má við að vinnsla hefjist. Því er ríkisstjórnin komin vel á veg í opnunarferli á norskum hafsvæðum við Jan Mayen og í suðausturhluta Barentshafs. Ný fjárveiting til jarðfræðirannsókna við Jan Mayen og í Barentshafi er mikilvæg til að standa vörð um norska hagsmuni og til að greina möguleika á olíu og gasi," segir olíumálaráðherrann. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Þetta er álíka fjárhæð og farið hefur í þessar rannsóknir undanfarin ár en þær leiddu meðal annars til þess að staðfesting fékkst um olíu í íslenskri lögsögu í fyrra. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn leggja á Jan Mayen-svæðið. Rannsóknir þeirra við eyjuna hafa verið gerðar í samstarfi við Íslendinga og náð inn í samvinnusvæðið Íslandsmegin. Rannsóknir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum auka þekkingu á öllu svæðinu og beina sjónum olíuiðnaðarins jafnframt að þeim hluta sem tilheyrir Íslandi. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að Stórþingið hafi í haust samþykkt metnaðarfulla olíuvinnsluáætlun, sem feli í sér að framleiðsla Norðmanna verði áfram stöðug og mikil um komandi ár. Ef þau áform eigi að rætast sé nauðsynlegt að opna ný svæði til olíuvinnslu. „Þegar er hafið opnunarferli á hafsvæði Noregs við Jan Mayen og mikilvægt er að kortleggja hvaða tækifæri þar eru til olíu- og gasvinnslu," segir ráðherrann í yfirlýsingu. „Það tekur langan tíma frá því svæði er opnað til olíuleitar þangað til búast má við að vinnsla hefjist. Því er ríkisstjórnin komin vel á veg í opnunarferli á norskum hafsvæðum við Jan Mayen og í suðausturhluta Barentshafs. Ný fjárveiting til jarðfræðirannsókna við Jan Mayen og í Barentshafi er mikilvæg til að standa vörð um norska hagsmuni og til að greina möguleika á olíu og gasi," segir olíumálaráðherrann.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira