Fótbolti

Mancini: Dómarinn og línuverðirnir hörmulegir

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Man. City, var allt annað en sáttur við danska dómarann, Peter Rasmussen, eftir leik liðsins gegn Ajax í Meistaradeildinni í kvöld.

Man. City kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir. City hefði svo átt að víti undir lokin en Rasmussen flautaði leikinn af um leið og brotið var á Mario Balotelli í teignum.

"Dómarinn og línuverðirnir voru ömurlegir. Þetta var víti og svo skoruðum við löglegt mark þar á undan," sagði Mancini sem reyndi að halda langan fund með Rasmussen á vellinum.

"Hann sagði ekkert við mig. Þagði bara er ég talaði."

Vincent Kompany, fyrirliði City, var að vonum líka svekktur.

"Þessi úrslit er gríðarleg vonbrigði fyrir okkur. Við gerðum nóg til þess að vinna leikinn. Við getum samt engum nema sjálfum okkur um kennt um þessa slöku byrjun á leiknum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×