Barcelona komst auðveldlega áfram í næstu umferð spænska konungsbikarsins í kvöld er liðið lagði Deportivo Alaves, 3-1, á heimavelli.
Fyrri leik liðanna lyktaði með 3-0 sigri Barca og liðið fer því áfram 6-1 samanlagt.
Adriano Correia, David Villa og Tello skoruðu mörk Barca í kvöld en liðið hvíldi marga af sínum bestu mönnum að þessu sinni enda að spila við B-deildarlið.

