Heil umferð fer fram í Domions-deild kvenna í körfubolta í kvöld og það vekur sérstaka athygli að það er hægt að sjá alla fjóra leikina í elleftu umferðinni í beinni útsendingu á netinu. Þetta kemur fram á heimsíðu Körfuknattleikssambandsins.
Þrjú félög sína leiki sinna stelpna, Njarðvík-TV, Haukar-TV og KR-TV, og sjá fjórði er síðan í beinni hjá Sporttv. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15 en KKÍ býður síðan að auki upp á beina tölfræðilýsingu frá þessum fjórum leikjum þannig að áhugamenn ættu ekki að missa af neinu í kvöld.
Keflavík er búið að vinna alla tíu deildarleiki sína og er með fjögurra stiga forskot á Snæfell. Keflavík fær nágranna sína í Njarðvík í heimsókn en Grindavík tekur á móti Snæfelli.
KR er í 3. sætinu en mætir botnliði Fjölnis sem skaut Valskonur niður úr umræddu þriðja sæti í síðustu umferð. Valskonur hafa tapað þremur leikjum í röð en heimsækja Hauka á Ásvelli.
Umferðin í kvöld:
Grindavík - Snæfell Röstin í Grindavík (Sport-TV)
Keflavík - Njarðvík Toyota höllin í Keflavík (Njarðvík-TV)
Haukar - Valur Schenkerhöllin á Ásvöllum (Haukar-TV)
KR - Fjölnir DHL-höllin í Frostaskjóli (KR-TV)
Heil umferð fer fram í Domions-deild kvenna í körfubolta í kvöld og það vekur sérstaka athygli að það er hægt að sjá alla fjóra leikina í elleftu umferðinni í beinni útsendingu á netinu. Þetta kemur fram á heimsíðu Körfuknattleikssambandsins.
Þrjú félög sína leiki sinna stelpna, Njarðvík-TV, Haukar-TV og KR-TV, og sjá fjórði er síðan í beinni hjá Sporttv. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15 en KKÍ býður síðan að auki upp á beina tölfræðilýsingu frá þessum fjórum leikjum þannig að áhugamenn ættu ekki að missa af neinu í kvöld.
Keflavík er búið að vinna alla tíu deildarleiki sína og er með fjögurra stiga forskot á Snæfell. Keflavík fær nágranna sína í Njarðvík í heimsókn en Grindavík tekur á móti Snæfelli.
KR er í 3. sætinu en mætir botnliði Fjölnis sem skaut Valskonur niður úr umræddu þriðja sæti í síðustu umferð. Valskonur hafa tapað þremur leikjum í röð en heimsækja Hauka á Ásvelli.
Umferðin í kvöld:
Grindavík - Snæfell Röstin í Grindavík (Sport-TV)
Keflavík - Njarðvík Toyota höllin í Keflavík (Njarðvík-TV)
Haukar - Valur Schenkerhöllin á Ásvöllum (Haukar-TV)
KR - Fjölnir DHL-höllin í Frostaskjóli (KR-TV)
Öll umferðin hjá stelpunum sýnd í beinni á netinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
