Fótbolti

Luiz Adriano kærður af UEFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að kæra Brasilíumanninn Luiz Adriano fyrir brot á reglum sambandsins um íþróttamannslega framkomu.

Adriano skoraði þrennu í 5-2 sigri úkraínska liðsins Shakhtar Donetsk á Nordsjælland í Meistaradeild Evrópu í gær.

Danirnir komust 1-0 yfir í leiknum en þá skoraði Adriano umdeilt mark. Hann komst inn í sendingu þegar að samherji hans ætlaði að gefa boltann á markvörð Nordsjælland.

Danska liðið hafði verið með boltann þegar leikurinn var stöðvaður vegna meiðsla. Þegar leikurinn fór aftur af stað átti að koma boltanum aftur til heimamanna.

Það gekk ekki betur en svo að Adriano hljóp á eftir boltanum, lék á markvörð Nordsjælland og skoraði í autt markið.

Mál hans verður tekið fyrir í næstu viku en ekki mátti heyra á Adriano sjálfum eftir leik að hann væri með slæma samvisku.

„Ég er ánægður með öll mörkin sem ég skoraði. Líka það fyrsta," var haft eftir honum í danska blaðinu Ekstra Bladte.

Atvikið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×