Fótbolti

Mancini: Vil komast í Evrópudeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að sitt lið hafi gert mistök í 1-1 jafnteflinu gegn Real Madrid í kvöld.

City er þar með úr leik í Meistaradeildinni en liðið er aðeins með þrjú stig að loknum fimm leikjum í D-riðli keppninnar.

„Við vorum bara la-la í fyrri hálfleik. Við fengum færi til að skora en nýttum þau ekki. Þeir skoruðu svo úr fyrsta færinu sínu. Þá gerðum við mistök - þeir voru fimm gegn tveimur í teignum," sagði Mancini.

„Við pressuðum á þá í seinni hálfleik. En þessi barátta tapaðist ekki í kvöld heldur í fyrstu leikjunum - gegn Dortmund og Ajax."

„Ég vona að við mætum reyndari til leiks á næsta ári. Við vissum að þessi riðill yrði erfitt. En við erum með gott lið en gerðum okkar mistöl. Ég vil komast í Evrópudeildina ef það er mögulegt."

Þau lið sem enda í þriðja sæti sinna riðla komast áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA. Ajax er nú í þriðja sæti fyrir lokaumferðina, stigi á undan Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×