Fótbolti

Wilshere: Viljum ná toppsætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, var vitanlega ánægður með 2-0 sigur sinna manna á franska liðinu Montpellier í kvöld.

Þar með er ljóst að Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Liðið er þó stigi á eftir Schalke í B-riðli og þarf því að vinna sinn leik í lokaumferðinni og treysta á að hagstæð úrslit í hinum leiknum til að ná toppsæti riðilsins.

„Við erum ánægðir. Þetta var erfiður leikur. Montpellier er gott lið og við byrjuðum illa. En við þurftum að halda áfram og vinna leikinn," sagði Wilshere.

„Það var mikilvægt að ná marki snemma í seinni hálfleik og ég var á réttum stað á réttum tíma. Heilt yfir var þetta þó ekki nógu gott, sérsatklega í fyrri hálfleik. Við þurfum að bæta úr því því við verðum að vinna bestu lið heims til að vinna keppnina."

„Nú þurfum við að vinna Olympiakos á útivelli sem verður erfitt. Við viljum vinna riðilinn því sagan hefur sýnt að lið í öðru sæti lenda oft í vandræðum í 16-liða úrslitunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×