Erlent

Niðurtalning í heimsenda hafin

MYND/NASA
Nú nálgast 21. desember óðfluga. Á þessum degi mun eitt af dagatölum Maya taka enda og eru margir sannfærðir um að tilvist mannsins muni þá taka stórfelldum breytingum.

Kenningar um heimsendi eru ólíkar. Í sumum spám er gert ráð fyrir kjarnorkustríði, umpólun jarðar, að dularfull pláneta muni brjóta sér leið í gegnum sólkerfið og eyða öllu lífi, og að jörðin, sólin og miðja Vetrarbrautarinnar verði þá í beinni línu.

En þó svo að hugmyndir um heimsendi séu ólíkar þá eiga þær flestar eitt sameiginlegt: Hann mun eiga sér stað 21 desember árið 2012.

Dagsetningin er fengin úr einu af dagatölum Maya en það tekur enda á þessum degi. Tímabil dagatalsins er 144 þúsund dagar og markar hringrás sköpunarinnar.

Dagsetningin heillar marga og hefur hún orsakað bæði ótta og tilhlökkun. Margir eru sannfærðir um að 21. desember marki upphaf friðartíma og hamingju í tilvist mannkyns.

Sérfræðingar eru þó ekki sammála og hafa vísindamenn NASA neyðst til að svara helstu spurningum um endalok heimsins en þær má finna hér.

Þeir halda því fram að 21. desember verði með hefðbundnu sniði í ár, lítið verði um heimsenda, og að fátt annað en vetrarstólstöður komi til með að vekja athygli í stjarnfræðilegu samhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×