Hlustar á Erp og les Hugleik - grunar engan um Hringbrautargjörning 30. nóvember 2012 13:30 Stafirnir eins og þeir birtust borgarbúum í morgun "Ég er nú hreint alls ekki viss um að þessu sé beint til mín. Ég elska konur og allir vita að það er bara þannig," svara Egill Gillz Einarsson, spurður út í skilti sem hengd voru á göngubrúna yfir Hringbraut í morgun, en þar stóð stórum stöfum: "Kvenhatur". Stafirnir voru samsettir úr forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Monitors, sem Egill Gillz Einarsson prýddi á dögunum og þótti umdeild. Fyrir nokkrum dögum síðan átti sér stað samskonar gjörningur. Þá var orðið "Mannasiðir" myndað úr samskonar stöfum á sömu brú. Raunar var Egill hæstánægður með þann gjörning, enda um augljósa tilvísun í þætti Egils að ræða. Einkaþjálfarinn sagði við það tækifæri á Twitter-síðu sinni: "Þakka þeim mikla meistara sem nennti að standa í þessu. Takk fyrir stuðninginn! Er hálf hrærður bara!" Svo virðist sem þeir sem stóðu að baki gjörningnum hafi viljað árétta skilaboðin með seinni uppákomunni, en eins og alþjóð er kunnugt um hefur Egill magsinnis verið sakaður um kvenhatur, og mátti lesa gagnrýni á persónu Egils með þeim gjörningi, þó einkaþjálfarinn hafi séð hlutina öðruvísi. Umræðan um kvenhatur Egils náði hámarki þegar hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Egill hefur óskað eftir því að tilurð kærunnar og aðdragandi hennar verði rannsakaður. En hvern grunar Egil helst að standi á bak við gjörninginn á Hringbrautinni: "Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessu. Einhver hélt því fram að þetta væru einhver blaðburðarbörn, af því að það eru svo mörg blöð notuð í þetta. Annar fullyrti að þetta væru nemendur í Listaháskóla Íslands. Líklega hafa báðir mikið til síns máls." Egill segir svo í samtali við fréttamann að hann sé nýbúinn að taka hrikalega bakæfingu, "og ég var bara kominn upp í sófa með bókina hans Hugleiks hlustandi á félaga minn hann Erp [Eyvindarson, tónlistarmann, innskt. blms.] þegar þú hringdir." Búið er að fjarlægja stafina af brúnni. Tengdar fréttir Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
"Ég er nú hreint alls ekki viss um að þessu sé beint til mín. Ég elska konur og allir vita að það er bara þannig," svara Egill Gillz Einarsson, spurður út í skilti sem hengd voru á göngubrúna yfir Hringbraut í morgun, en þar stóð stórum stöfum: "Kvenhatur". Stafirnir voru samsettir úr forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Monitors, sem Egill Gillz Einarsson prýddi á dögunum og þótti umdeild. Fyrir nokkrum dögum síðan átti sér stað samskonar gjörningur. Þá var orðið "Mannasiðir" myndað úr samskonar stöfum á sömu brú. Raunar var Egill hæstánægður með þann gjörning, enda um augljósa tilvísun í þætti Egils að ræða. Einkaþjálfarinn sagði við það tækifæri á Twitter-síðu sinni: "Þakka þeim mikla meistara sem nennti að standa í þessu. Takk fyrir stuðninginn! Er hálf hrærður bara!" Svo virðist sem þeir sem stóðu að baki gjörningnum hafi viljað árétta skilaboðin með seinni uppákomunni, en eins og alþjóð er kunnugt um hefur Egill magsinnis verið sakaður um kvenhatur, og mátti lesa gagnrýni á persónu Egils með þeim gjörningi, þó einkaþjálfarinn hafi séð hlutina öðruvísi. Umræðan um kvenhatur Egils náði hámarki þegar hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Egill hefur óskað eftir því að tilurð kærunnar og aðdragandi hennar verði rannsakaður. En hvern grunar Egil helst að standi á bak við gjörninginn á Hringbrautinni: "Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessu. Einhver hélt því fram að þetta væru einhver blaðburðarbörn, af því að það eru svo mörg blöð notuð í þetta. Annar fullyrti að þetta væru nemendur í Listaháskóla Íslands. Líklega hafa báðir mikið til síns máls." Egill segir svo í samtali við fréttamann að hann sé nýbúinn að taka hrikalega bakæfingu, "og ég var bara kominn upp í sófa með bókina hans Hugleiks hlustandi á félaga minn hann Erp [Eyvindarson, tónlistarmann, innskt. blms.] þegar þú hringdir." Búið er að fjarlægja stafina af brúnni.
Tengdar fréttir Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23