Hlustar á Erp og les Hugleik - grunar engan um Hringbrautargjörning 30. nóvember 2012 13:30 Stafirnir eins og þeir birtust borgarbúum í morgun "Ég er nú hreint alls ekki viss um að þessu sé beint til mín. Ég elska konur og allir vita að það er bara þannig," svara Egill Gillz Einarsson, spurður út í skilti sem hengd voru á göngubrúna yfir Hringbraut í morgun, en þar stóð stórum stöfum: "Kvenhatur". Stafirnir voru samsettir úr forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Monitors, sem Egill Gillz Einarsson prýddi á dögunum og þótti umdeild. Fyrir nokkrum dögum síðan átti sér stað samskonar gjörningur. Þá var orðið "Mannasiðir" myndað úr samskonar stöfum á sömu brú. Raunar var Egill hæstánægður með þann gjörning, enda um augljósa tilvísun í þætti Egils að ræða. Einkaþjálfarinn sagði við það tækifæri á Twitter-síðu sinni: "Þakka þeim mikla meistara sem nennti að standa í þessu. Takk fyrir stuðninginn! Er hálf hrærður bara!" Svo virðist sem þeir sem stóðu að baki gjörningnum hafi viljað árétta skilaboðin með seinni uppákomunni, en eins og alþjóð er kunnugt um hefur Egill magsinnis verið sakaður um kvenhatur, og mátti lesa gagnrýni á persónu Egils með þeim gjörningi, þó einkaþjálfarinn hafi séð hlutina öðruvísi. Umræðan um kvenhatur Egils náði hámarki þegar hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Egill hefur óskað eftir því að tilurð kærunnar og aðdragandi hennar verði rannsakaður. En hvern grunar Egil helst að standi á bak við gjörninginn á Hringbrautinni: "Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessu. Einhver hélt því fram að þetta væru einhver blaðburðarbörn, af því að það eru svo mörg blöð notuð í þetta. Annar fullyrti að þetta væru nemendur í Listaháskóla Íslands. Líklega hafa báðir mikið til síns máls." Egill segir svo í samtali við fréttamann að hann sé nýbúinn að taka hrikalega bakæfingu, "og ég var bara kominn upp í sófa með bókina hans Hugleiks hlustandi á félaga minn hann Erp [Eyvindarson, tónlistarmann, innskt. blms.] þegar þú hringdir." Búið er að fjarlægja stafina af brúnni. Tengdar fréttir Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
"Ég er nú hreint alls ekki viss um að þessu sé beint til mín. Ég elska konur og allir vita að það er bara þannig," svara Egill Gillz Einarsson, spurður út í skilti sem hengd voru á göngubrúna yfir Hringbraut í morgun, en þar stóð stórum stöfum: "Kvenhatur". Stafirnir voru samsettir úr forsíðu fylgirits Morgunblaðsins, Monitors, sem Egill Gillz Einarsson prýddi á dögunum og þótti umdeild. Fyrir nokkrum dögum síðan átti sér stað samskonar gjörningur. Þá var orðið "Mannasiðir" myndað úr samskonar stöfum á sömu brú. Raunar var Egill hæstánægður með þann gjörning, enda um augljósa tilvísun í þætti Egils að ræða. Einkaþjálfarinn sagði við það tækifæri á Twitter-síðu sinni: "Þakka þeim mikla meistara sem nennti að standa í þessu. Takk fyrir stuðninginn! Er hálf hrærður bara!" Svo virðist sem þeir sem stóðu að baki gjörningnum hafi viljað árétta skilaboðin með seinni uppákomunni, en eins og alþjóð er kunnugt um hefur Egill magsinnis verið sakaður um kvenhatur, og mátti lesa gagnrýni á persónu Egils með þeim gjörningi, þó einkaþjálfarinn hafi séð hlutina öðruvísi. Umræðan um kvenhatur Egils náði hámarki þegar hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Egill hefur óskað eftir því að tilurð kærunnar og aðdragandi hennar verði rannsakaður. En hvern grunar Egil helst að standi á bak við gjörninginn á Hringbrautinni: "Ég hef ekki hugmynd um hverjir standa að baki þessu. Einhver hélt því fram að þetta væru einhver blaðburðarbörn, af því að það eru svo mörg blöð notuð í þetta. Annar fullyrti að þetta væru nemendur í Listaháskóla Íslands. Líklega hafa báðir mikið til síns máls." Egill segir svo í samtali við fréttamann að hann sé nýbúinn að taka hrikalega bakæfingu, "og ég var bara kominn upp í sófa með bókina hans Hugleiks hlustandi á félaga minn hann Erp [Eyvindarson, tónlistarmann, innskt. blms.] þegar þú hringdir." Búið er að fjarlægja stafina af brúnni.
Tengdar fréttir Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Mannasiðir á göngubrú Ökumenn sem keyra Hringbrautina þessa stundina reka eflaust upp stór augu, en á göngubrúnni yfir í Vatnsmýrina má sjá að búið er að festa risastóra stafi sem mynda orðið Mannasiðir. 28. nóvember 2012 14:23