Fótbolti

Meistaradeildin: Hörð barátta um þrjú laus sæti í 16-liða úrslitum

Reynir Leósson, Þorsteinn J., Heimir Guðjónsson, Hjörtur Hjartarson.
Reynir Leósson, Þorsteinn J., Heimir Guðjónsson, Hjörtur Hjartarson.
Það dregur til tíðinda í kvöld þegar lokaleikirnir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Evrópumeistaralið Chelsea á enn tölfræðilega möguleika á að komast áfram aðeins þrjú sæti eru í boði í 16-liða úrslitum keppninnar. Dregið verður í 16-liða úrslitin þann 20. desember.

Þau lið sem nú þegar hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum eru: Porto, Paris Saint-Germain, Schalke, Arsenal, Málaga, AC Milan, Borussia Dortmund, Real Madrid, Shakhtar Dontesk, Bayern München, Valencia, Barcelona og Manchester United.

Alls eru sex lið sem geta enn komist áfram en þau eru; Juventus eða Chelsea. Benfica eða Celtic, og Galatasaray eða CFR Cluj.

E-riðill; leikir kvöldsins:

Shakhtar Donetsk (10 stig) gegn Juventus (9 stig),

Chelsea (7 stig) gegn FC Nordsjælland (1 stig).

Shakhtar er nú þegar komið áfram og getur tryggt sér efsta sætið með sigri eða jafntefli í kvöld. Juventus getur tryggt sér efsta sætið með sigri gegn Shaktar, og getur einnig komist áfram með jafntefli ef Chelsea nær ekki að vinna Nordsjælland.

Chelsea þarf á sigri að halda til að komast áfram og treysta á að Juventus tapi.

E-riðill; leikir kvöldsins:

Bayern München (10 stig) gegn BATE Borisov (6 stig).

Lille (3 stig) gegn Valencia (10 stig).

Bayern München er komið áfram og getur tryggt sér efsta sætið í riðlinum með sigri gegn BATE og Bayern München nægir að vera með jafnmörg stig og Valencia til að ná efsta sætinu.

Valencia er einnig komið áfram þarf að vera með fleiri stig en Bayern München til að ná efsta sætinu.

G-riðill; leikir kvöldsins:

Barcelona (12 stig) gegn Benfica (7 stig).

Celtic (7 stig) gegn Spartak Moskva (3 stig).

Barcelona er komið áfram og verður alltaf í efsta sæti riðilsins.

Benfica eru með betri innbyrðisstöðu gegn Celtic og Benfica dugir að vera með jafnmörg stig og Celtic til að komast áfram. Celtic þarf því að treysta á að Benfica nái aðeins stigi á meðan skoska nái þremur stigum gegn Spartak Moskvu.

H-riðill; leikir kvöldsins:

Manchester United (12 stig) gegn Cluj (7 stig).

Braga (3 stig) gegn Galatasaray (7 stig).

Manchester United hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum og er komið áfram. Galatasaray kemst einnig áfram ef liðið nær að vinna Braga í Portúgal – og það dugir einnig tyrkneska liðinu að vera með jafnmörg stig og Cluj.

Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.

Dagskrá kvöldsins:

19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD

19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD

19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4

19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3

21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD




Fleiri fréttir

Sjá meira


×