Fótbolti

Wenger: Upplífgandi frammistaða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður með leikmenn sína þrátt fyrir 2-1 tap gegn Olympiacos í Grikklandi.

Arsenal hafði þegar tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Tapið þýðir hins vegar að Arsenal hafnar í öðru sæti riðilsins á eftir Schalke.

„Mér fannst við eiga góðan leik. Úrslitin eru ekki þau sem við sóttumst eftir en frammistaðan var upplífgandi. Nú verðum við að standa okkur fram í janúar," sagði franski stjórinn.

Christoph Metzelder, varnarmaður Schalke, var hæstánægður með efsta sæti riðilsins. Schalke gerði 1-1 jafntefli gegn Montpellier í Frakklandi.

„Auðvitað erum við ánægðir að hafna fyrir ofan Arsenal í riðlinum enda er liðið eitt þeirra stóru í Meistaradeildinni. Real Madrid væri frábær mótherji á næsta stigi keppninnar," sagði Þjóðverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×