Fótbolti

Íslendingar á bekknum eða í tapliðum í Belgíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sherjill MacDonald var hetja Beerschot í gær.
Sherjill MacDonald var hetja Beerschot í gær. Mynd / beerschot.be
Alfreð Finnbogason og Jón Guðni Fjóluson vermdu bekkinn þegar Lokeren og Beerschot lögðu andstæðinga sína af velli í belgíska boltanum í gær. Ólafur Ingi Skúlason og Stefán Gíslason voru í byrjunarliðum Zulte Waregem og Leuven sem töpuðu sínum leikjum.

Lokeren vann 5-2 útisigur á Kortrijk þar sem Alfreð Finnbogason sat á bekknum. Lokeren í áttunda sæti deildarinnar með 37 stig.

Jón Guðni Fjóluson kom inn á í viðbótartíma í sigri Beerschot á Leuven. Stefán Gíslason lék allan leikinn á miðjunni hjá Leuven. Beerschot er í 10. sæti með 35 stig en Leuven með 25 stig í 14. sæti af sextán liðum.

Ólafur Ingi Skúlason lék á miðjunni hjá zulte Waregem sem tapaði 1-0 gegn Cercle Brugge. Arnar Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Cercle Brugge sem situr í 4. sæti deildarinnar með 46 stig. Waregem er í 13. sæti með 27 stig.

Birkir Bjarnason og félagar hjá Standard Liege taka á móti Sint-Truiden í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×