Það voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í norræna boltanum í dag en Haraldur Björnsson stóð í marki Sarpsborg sem vann góðan útisigur á HamKam 5-3 í norsku B-deildinni, en Haraldur fékk reyndar á sig þrjú mörk í leiknum.
Mohamed Elyounoussi skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins á aðeins 25 mínútum og kom Sarpsborg í 3-0. HamKam gerði næstu þrjú mörk leiksins og jöfnuðu því 3-3. Gestirnir náðu samt sem áður að koma til baka og unnu fínan sigur 5-3.
Sarpsborg er í öðru sæti deildarinnar með 41 stig.
Helgi Valur Daníelsson og félagar í AIK unnu fínan sigur 2-1 á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni en Helgi sat reyndar allan leikinn á varamannabekk AIK. AIK er í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig.
Haraldur sótti boltann þrívegis í netið en stóð samt uppi sem sigurvegari
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti