Það voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í norræna boltanum í dag en Haraldur Björnsson stóð í marki Sarpsborg sem vann góðan útisigur á HamKam 5-3 í norsku B-deildinni, en Haraldur fékk reyndar á sig þrjú mörk í leiknum.
Mohamed Elyounoussi skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins á aðeins 25 mínútum og kom Sarpsborg í 3-0. HamKam gerði næstu þrjú mörk leiksins og jöfnuðu því 3-3. Gestirnir náðu samt sem áður að koma til baka og unnu fínan sigur 5-3.
Sarpsborg er í öðru sæti deildarinnar með 41 stig.
Helgi Valur Daníelsson og félagar í AIK unnu fínan sigur 2-1 á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni en Helgi sat reyndar allan leikinn á varamannabekk AIK. AIK er í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig.
Haraldur sótti boltann þrívegis í netið en stóð samt uppi sem sigurvegari
Stefán Árni Pálsson skrifar
