Erlent

Kynferðisafbrot Savile eiga sér tæpast hliðstæðu

BBI skrifar
Stutt er síðan að breska lögreglan gaf það út að Savile, sem lést í fyrra, hafi beitt unglingsstúlkur kynferðislegu ofbeldi allt frá árinu 1959.
Stutt er síðan að breska lögreglan gaf það út að Savile, sem lést í fyrra, hafi beitt unglingsstúlkur kynferðislegu ofbeldi allt frá árinu 1959.
Breska lögreglan telur mögulegt að fjölmiðlamaðurinn Jimmy Savile hafi verið miðpunktur kynferðisafbrotahrings sem misnotaði börn. Síðan fyrst spurðist af kynferðislegri misnotkun Savile og lögregla hóf rannsókn málsins hefur ábendingum hreinlega rignt inn til lögreglu.

Lögregla segir að málið virðist svo umfangsmikið að það eigi sér enga hliðstæðu. "Við erum að rannsaka 400 ábendingar um 200 meint fórnarlömb," segir í yfirlýsingu frá lögreglu. "Við erum að fást við misnotkun á fordæmalaust stórum skala."

Ýmislegt bendir til þess að Savile hafi ekki verið einn á ferð í öllum brotunum, einhverjar ásakanir beinast gegn öðrum einstaklingum sem einnig verða rannsakaðir vegna málsins. Einhverjir þeirra eru enn á lífi og menn telja að þess sé ekki langt að bíða að einhver verði handtekinn vegna málsins.

"Mér finnst gott að fórnarlömbin hafa kjark til að segja frá afbrotunum og vil fullvissa almenning um að við tökum þessar ásakanir allar mjög alvarlega," sagði Peter Spindler, sem stýrir rannsókninni.

Jimmy Savile var dáður sjónvarpsmaður sem starfaði hjá BBC og tók meðal annars þátt í margs konar góðgerðarstarfsemi. Hann starfaði sem sjálfboðaliði á spítölum og fleiri stöðum en þar virðist hann hafa misnotað aðstöðu sína og beitt börn kynferðislegu ofbeldi


Tengdar fréttir

Savile sagður hafa beitt sjúklinga kynferðisofbeldi

Breski sjónvarpsmaðurinn Jimmy Savile er talinn hafa beitt sjúklinga á Broadmoor geðsjúkrahúsinu í Berkshire kynferðislegu ofbeldi en þar vann hann sem sjálfboðaliði í um áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×