Dúkkulísur í stað fyrirsæta 22. mars 2012 09:45 Óhefðbundin sýning Tískusýning verslunarinnar Kiosk verður með óhefðbundum hætti að sögn Eddu Guðmundsdóttur, fatahönnuðar. Dúkkulísur í raunstærð munu sýna vorlínur hönnuðanna.fréttablaðið/ Arnþór Birkisson Dúkkulísutískusýning á vegum Kiosk fer fram á Hótel Lind á föstudaginn kemur. Hver hönnuður hannaði sérstaka dúkkulísu í raunstærð og munu þær sýna fatnað hönnuðanna. Tískuverslunin Kiosk er rekin af hópi fatahönnuða og ætla þeir að sýna vorlínur sínar á heldur óhefðbundinn máta. Hver hönnuður hefur hannað sérstaka dúkkulísu í raunstærð til að sýna fatnað sinn. Að frumsýningu lokinni fara dúkkulísurnar svo á flakk um miðbæinn og koma við á ýmsum skemmtilegum stöðum og verslunum. Edda Guðmundsdóttir, fatahönnuður og einn aðstandenda Kiosk, segir hugmyndina hafa orðið til þegar hönnuðirnir hittust og vörpuðu hugmyndum á milli sín fyrir tískusýninguna. „Ein sýndi okkur hinum gamlar dúkkulísur sem hún átti og okkur fannst hugmyndin um að gera sýningu með dúkkulísum í raunstærð skemmtileg. Hver hönnuður fékk ákveðna útgáfu af dúkkulísu og setti hana í föt og svo voru þær prentaðar út fyrir okkur," útskýrir Edda og bætir við að þar sem „sýningarstúlkurnar" séu ekki göngufærar verði sýningin meira í ætt við útstillingu en hefðbundna tískusýningu. „Það eru allir velkomnir á sýninguna og við Kiosk-liðar verðum þarna í góðum dúkkulísupartýsgír. En ég tek fram að það er stranglega bannað að sulla niður á dúkkulísurnar." Sýningin fer fram á Hótel Lind á Rauðarárstíg 18 og hefst klukkan 17 og stendur til klukkan 20. - sm Lífið Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Dúkkulísutískusýning á vegum Kiosk fer fram á Hótel Lind á föstudaginn kemur. Hver hönnuður hannaði sérstaka dúkkulísu í raunstærð og munu þær sýna fatnað hönnuðanna. Tískuverslunin Kiosk er rekin af hópi fatahönnuða og ætla þeir að sýna vorlínur sínar á heldur óhefðbundinn máta. Hver hönnuður hefur hannað sérstaka dúkkulísu í raunstærð til að sýna fatnað sinn. Að frumsýningu lokinni fara dúkkulísurnar svo á flakk um miðbæinn og koma við á ýmsum skemmtilegum stöðum og verslunum. Edda Guðmundsdóttir, fatahönnuður og einn aðstandenda Kiosk, segir hugmyndina hafa orðið til þegar hönnuðirnir hittust og vörpuðu hugmyndum á milli sín fyrir tískusýninguna. „Ein sýndi okkur hinum gamlar dúkkulísur sem hún átti og okkur fannst hugmyndin um að gera sýningu með dúkkulísum í raunstærð skemmtileg. Hver hönnuður fékk ákveðna útgáfu af dúkkulísu og setti hana í föt og svo voru þær prentaðar út fyrir okkur," útskýrir Edda og bætir við að þar sem „sýningarstúlkurnar" séu ekki göngufærar verði sýningin meira í ætt við útstillingu en hefðbundna tískusýningu. „Það eru allir velkomnir á sýninguna og við Kiosk-liðar verðum þarna í góðum dúkkulísupartýsgír. En ég tek fram að það er stranglega bannað að sulla niður á dúkkulísurnar." Sýningin fer fram á Hótel Lind á Rauðarárstíg 18 og hefst klukkan 17 og stendur til klukkan 20. - sm
Lífið Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira