Erlent

Tilbúinn matur hollari en mataruppskriftir stjörnukokka

Ný rannsókn leiðir í ljós að tilbúinn matur í stórmörkuðum í Bretlandi er hollari en sá matur sem þekktir sjónvarpskokkar á borð við Jamie Oliver og Nigella Lason bjóða upp á í kokkabókum sínum.

Það voru vísindamenn við háskólann í Newcastle sem unnu þessa rannsókn en þeir báru saman innihald tilbúinna máltíða í stórmörkuðum á borð við Tesco og Sainsbury við uppskriftir stjörnukokkanna.

Hinar tilbúnu máltíðir reyndust innihalda minna af kaloríum, fitu og sykri en meira af salti en máltíðirnar sem stjörnukokkarnir voru með í bókum sínum.

Í rannsókninni voru bornar saman 100 tilbúnar máltíðir sem hægt er að kaupa í stórmörkuðum við 100 uppskriftir að máltíðum sem hægt er að finna í kokkabókum stjörnukokkanna.

Meira má lesa um málið á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×