Íslensk fyrirtæki á tánum vegna olíuleitar við Austur-Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2012 22:14 Ellefu olíufélög sóttu um sérleyfi norðan Íslands í fyrsta útboði olíuvinnsluleyfa við austurströnd Grænlands. Eimskip er meðal fyrirtækja sem sjá fram á mikil tækifæri en forstjórinn segir kjörið að þjónustumiðstöðin verði á Norðurlandi. Olíuleit Grænlendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina og í fyrra var skoskt olíufélag bæði með borskip og borpall um 150 kílómetra vestur af Diskó-flóa. Nú er olíuleitin einnig að færast til austurstrandarinnar, að þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Nýjasta útboðssvæðið er í hánorður af Íslandi og sóttu ellefu félög um sérleyfi í þremur hópum, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. Grænlensk stjórnvöld hafa ekki greint frá nöfnum umsækjenda en áður var búið að skýra frá því að í forgangshópi voru olíurisar eins og ExxonMobil, Statoil, BP, Chevron og Shell. Ráðamenn Eimskip eru meðal þeirra sem fylgjast grannt með þróun mála á Grænlandi, en þeir telja að Norðurland geti orðið þjónustumiðstöð, bæði við olíu- og námavinnslu. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, bendir á Dysnes við Eyjafjörð sem kjörinn vettvang fyrir birgðastöð. Á Akureyri sé allt til staðar fyrir þyrlu- og flugþjónustu til að fljúga með áhafnir á borpalla. Bæði Akureyrarsvæðið og Húsavíkursvæðið séu tilvalin fyrir starfsemi af þessu tagi. „Og miklir möguleikar fyrir okkur að taka þátt í því," segir Gylfi og kveðst horfa til næstu 5-10 ára. Eimskip er í hópi um 25 aðila sem komnir eru í markaðsátak með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um viðskipti á Norðurslóðum. „Við erum á tánum og leggjum mikið upp úr því, - erum með stóra hópa hér innanhúss sem eru að sérhæfa sig í þessum verkefnum á þessu norðuríshafi," segir Gylfi. Það nái ekki aðeins til námavinnslu og olíustarfsemi heldur einnig til norðuríshafsflutninganna, sem hann vonast til að verði að veruleika innan 5-10 ára. Tengdar fréttir Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45 Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53 Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Ellefu olíufélög sóttu um sérleyfi norðan Íslands í fyrsta útboði olíuvinnsluleyfa við austurströnd Grænlands. Eimskip er meðal fyrirtækja sem sjá fram á mikil tækifæri en forstjórinn segir kjörið að þjónustumiðstöðin verði á Norðurlandi. Olíuleit Grænlendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina og í fyrra var skoskt olíufélag bæði með borskip og borpall um 150 kílómetra vestur af Diskó-flóa. Nú er olíuleitin einnig að færast til austurstrandarinnar, að þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Nýjasta útboðssvæðið er í hánorður af Íslandi og sóttu ellefu félög um sérleyfi í þremur hópum, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. Grænlensk stjórnvöld hafa ekki greint frá nöfnum umsækjenda en áður var búið að skýra frá því að í forgangshópi voru olíurisar eins og ExxonMobil, Statoil, BP, Chevron og Shell. Ráðamenn Eimskip eru meðal þeirra sem fylgjast grannt með þróun mála á Grænlandi, en þeir telja að Norðurland geti orðið þjónustumiðstöð, bæði við olíu- og námavinnslu. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, bendir á Dysnes við Eyjafjörð sem kjörinn vettvang fyrir birgðastöð. Á Akureyri sé allt til staðar fyrir þyrlu- og flugþjónustu til að fljúga með áhafnir á borpalla. Bæði Akureyrarsvæðið og Húsavíkursvæðið séu tilvalin fyrir starfsemi af þessu tagi. „Og miklir möguleikar fyrir okkur að taka þátt í því," segir Gylfi og kveðst horfa til næstu 5-10 ára. Eimskip er í hópi um 25 aðila sem komnir eru í markaðsátak með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um viðskipti á Norðurslóðum. „Við erum á tánum og leggjum mikið upp úr því, - erum með stóra hópa hér innanhúss sem eru að sérhæfa sig í þessum verkefnum á þessu norðuríshafi," segir Gylfi. Það nái ekki aðeins til námavinnslu og olíustarfsemi heldur einnig til norðuríshafsflutninganna, sem hann vonast til að verði að veruleika innan 5-10 ára.
Tengdar fréttir Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45 Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53 Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45
Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53
Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15