Geir ekki beðinn um að beita sér í Icesave Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2012 12:12 Geir Haarde ásamt Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra . mynd/ gva. Aldrei kom til greina hjá samráðshópi um fjármálastöðugleika að fá atbeina Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til þess að hvetja Landsbankann til þess að flytja Icesave reikningana úr útibúi bankans yfir í dótturfélag hans í Bretlandi. Þetta sagði Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi í dag. Baldur sagði að um mitt ár 2008 hefði samráðshópurinn verið búinn að gera sér grein fyrir því að innlánasöfnun Landsbankans með Icesave reikningunum væri óheppileg. Engu að síður væri staðreyndin sú að samkvæmt reglum um EES samstarfið hefði þessi innlánasöfnun verið heimil. Samráðshópurinn hvatti Fjármálaeftirlitið til þess að ræða áhyggjur hópsins af innlánasöfnuninni við forsvarsmenn bankanna og var það gert. Komið hefur fram í vitnaleiðslunum að snemma á árinu 2008 var unnið að því í samstarfi Landsbankans, breska fjármálaeftirlitsins og íslenska fjármálaeftirlitsins að koma Icesave inn í dótturfélagið, en síðar þegar á árið leið hafi breska fjármálaeftirlitið dregið lappirnar í þeirri vinnu. Eins og fram hefur komið er eitt af ákæruefnunum gegn Geir þannig að hann er sakaður um að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands í Bretlandi yfir í dótturfélag og að stuðla að framgangi þess með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Vitnaleiðslum yfir Baldri Guðlaugssyni er nú lokið. Landsdómur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Aldrei kom til greina hjá samráðshópi um fjármálastöðugleika að fá atbeina Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til þess að hvetja Landsbankann til þess að flytja Icesave reikningana úr útibúi bankans yfir í dótturfélag hans í Bretlandi. Þetta sagði Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi í dag. Baldur sagði að um mitt ár 2008 hefði samráðshópurinn verið búinn að gera sér grein fyrir því að innlánasöfnun Landsbankans með Icesave reikningunum væri óheppileg. Engu að síður væri staðreyndin sú að samkvæmt reglum um EES samstarfið hefði þessi innlánasöfnun verið heimil. Samráðshópurinn hvatti Fjármálaeftirlitið til þess að ræða áhyggjur hópsins af innlánasöfnuninni við forsvarsmenn bankanna og var það gert. Komið hefur fram í vitnaleiðslunum að snemma á árinu 2008 var unnið að því í samstarfi Landsbankans, breska fjármálaeftirlitsins og íslenska fjármálaeftirlitsins að koma Icesave inn í dótturfélagið, en síðar þegar á árið leið hafi breska fjármálaeftirlitið dregið lappirnar í þeirri vinnu. Eins og fram hefur komið er eitt af ákæruefnunum gegn Geir þannig að hann er sakaður um að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands í Bretlandi yfir í dótturfélag og að stuðla að framgangi þess með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Vitnaleiðslum yfir Baldri Guðlaugssyni er nú lokið.
Landsdómur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira