Erlent

Synir Bítlanna leggja drög að hljómsveit

James McCartney
James McCartney mynd/AFP
Sonur Paul McCartney opinberaði í dag að Bítlarnir muni brátt snúa aftur. Hann hefur í hyggju að stofna hljómsveit með sonum John Lennons og George Harrison. Hann vonast til að hljómsveitin eigi eftir að höfða til nýrrar kynslóðar.

Hinn 34 ára gamli James McCartney sagði að þeir Sean Lennon og Dhani Harrison hefðu báðir sýnt verkefninu áhuga. Það er þó óvíst með aðkomu Zak, son Ringo Starr.

„Ég er ekki viss um að Zak sé til í þetta," sagði James í viðtali við breska ríkisútvarpið.

Hann sagðist hafa rætt við Sean og Dhani um stofnun hljómsveitar - verkefnið er þó enn á frumstigi.

Aðspurður hvort að „nýju" Bítlarnir séu á leiðinni sagði James: „Ég vona það. En við verðum að bíða og sjá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×