Fótbolti

Inter setti Sneijder í twitter-bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Húðflúr Wesley Sneijder er tileinkað konu hans.
Húðflúr Wesley Sneijder er tileinkað konu hans. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollenski fótboltamaðurinn Wesley Sneijder hefur verið að glíma við meiðsli síðan í lok september og hefur því getað einbeitt sér að öðrum hlutum eins og skrifa inn á twitter-síðu. Forrráðamenn Internazionale er ekki ánægðir með það og hafa nú bannað Hollendingnum að tjá sig inn á samskiptasíðunni.

Sneijder var búinn að safna sér yfir milljón fylgjendum á síðunni og hafði hingað til sloppið við einhver vandræði vegna skrifa sinna. Kona hans er hinsvegar enn á fullu inn á twitter og það var hún sem skýrði þar frá banni eiginmannsins.

„Eiginmaður minn, @sneijder101010, má ekki lengur skrifa inn á twitter. Þetta er ákvörðun félagsins og hann má ekki einu sinni hrósa liðinu þar. Ég er leið yfir þessu enda hefur hann alltaf skilað sínu besta til félagsins. Þetta er skrýtið en í lagi. Allir munu síðan sjá Wesley komast aftur á sigurbraut með Inter," skrifaði eiginkona hans Yolanthe Cabau van Kasbergen en þau hafa verið gift síðan í júlí 2010.

Wesley Sneijder meiddist aftan í læri í leik á móti Chievo í lok september og hefur ekkert spilað með Inter síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×