Fótbolti

Robben afgreiddi Englendinga

Robben fagnar í kvöld.
Robben fagnar í kvöld.
Arjen Robben var maður leiksins er Holland vann dramatískan 2-3 sigur á Englandi þar sem tvö mörk voru skoruð í uppbótartíma.

Markalaust var í leikhléi en Holland skoraði tvö mörk á tveim mínútum snemma í síðari hálfleik. Huntelaar og Chris Smalling meiddust er Huntelaar skoraði.

Flestir héldu að ballið væri búið þegar England kom til baka og jafnaði.

Þeir voru enn að fagna jöfnunarmarkinu er Robben fékk tíma í teignum og kláraði leikinn með frábæru skot.

England-Holland 2-3

0-1 Arjen Robben (57.), 0-2 Klaas-Jan Huntelaar (58.), 1-2 Gary Cahill (85.), 2-2 Ashley Young (90.+1), 2-3 Arjen Robben (90.+2).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×