Fótbolti

Robin van Persie meiddist á æfingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robin van Persie á æfingunni í gær.
Robin van Persie á æfingunni í gær. Nordic Photos / Getty Images
Óvíst er hvort að Hollendingurinn Robin van Persie geti spilað gegn enska landsliðinu á morgun þar sem hann hlaut smávægileg meiðsli á æfingu í gær.

Liðið æfði á Wembley í gærkvöldi og þurfti Van Persie að hætta þegar tíu mínútur voru eftir af henni. Bert van Marwijk, þjálfari hollenska landsliðsins, staðfesti svo að Van Persie hafi meiðst í nára.

„Við þurfum að sjá til en ég held að þetta sé ekki mjög alvarlegt. Ég er bjartsýnn á að hann muni spila," sagði van Marwijk.

Van Persie hefur verið sjóðheitur með Arsenal að undanförnu og skoraði 33 mörk í síðustu 39 leikjum sínum með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×