Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Valur 0-4 Benedikt Grétarsson á Nettó-vellinum skrifar 27. ágúst 2012 11:28 Mynd/Stefán Valsmenn gerðu sér lítið og unnu 4-0 stórsigur á Keflavík í leik liðanna suður með sjó í kvöld. Gestirnir höfðu töluverða yfirburði, ekki síst eftir að Keflvíkingar misstu Hilmar Geir Eiðsson af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Valsmenn spiluðu þennan leik af festu og leikmenn liðsins voru gríðarlega hreyfanlegir og tilbúnir í verkefnið en Keflvíkingar voru einfaldlega daprir og hugmyndasnauðir. Fyrri hálfleikur var í þokkalegu jafnvægi framan af en Valsmenn þó sýnu ákveðnari. Þeir pressuðu Keflvíkinga grimmt og gáfu þeim engin færi að ná upp neinu spili. Kolbeinn Kárason var virkilega grimmur í framlínunni og það kom ekki á óvart þegar hann kom Valsmönnum yfir með potmarki eftir fjórtán mínútur. Heimamenn urðu fyrir öðru áfalli korteri seinna, þegar dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín, mat tæklingu Hilmars Geirs Eiðssonar verðskulda rautt spjald. Valsmenn sóttu enn í sig veðrið og voru í raun klaufar að bæta ekki við mörkum fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu og það verður að telja Keflvíkingum til hróss að gefast ekki upp manni færri og marki undir. Þrekið brast hins vegar undir lokin hjá heimamönnum og gestirnir sölluðu inn þremur mörkum undir lokin og fóru sprækir varamenn þeirra á kostum á þeim kafla.Indriði: Ég hefði sett þrennu ef leikurinn hefði verið örlítið lengri Indriði Þorláksson átti frábæra innkomu og skoraði tvö mörk. „Ég spilaði heilan leik með 2.flokki í gær og bjóst ekki við að fá að spila en fyrst að Kristján setti mig inn á, var ekkert annað í stöðunni en að standa sig. Ég hefði pottþétt sett þrennu ef leikurinn hefði verið tveim mínútum lengri.“ Indriði Áki, sem er aðeins 17 ára gamall hafði einungis komið við sögu í einum leik í mótin en hann kom inn á sem varmaður gegn Breiðabliki 8. ágúst á 89. mínútu. Hann er sonur Þorláks Árnasonar, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar og fyrrum þjálfara Vals.Guðmundur: Valsliðið er það lélegasta sem ég hef mætt á ferlinum Guðmundur Steinarsson var ekki sáttur eftir leik. „Það mætti annað liðið til að spila fótbolta en hitt til að meiða og fengu til þess fullt leyfi frá dómurunum. Þetta Valslið er það lélegasta sem ég hef mætt á ferlinum. Fótboltinn tapaði hér í kvöld.“Kristján: Rokk-taktur hjá okkur í Bítlabænum Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur við sigurinn. „Ég er gríðarlega sáttur við mína menn og þeir leyfðu Keflvíkingum aldrei að spila sinn bolta. Við höfum verið í basli með að nýta okkur það að vera manni fleiri en gerðum það svo sannarlega með stæl í kvöld. Við vorum í rokk-takti hér í Bítlabænum,“ sagði Kristján.Kolbeinn: Fínt að fá samkeppni Kolbeinn Kárason átti skínandi leik og skoraði tvö mörk. „Við mættum tilbúnir og ég er algjörlega ósammála því að við höfum verið grófir. Það voru jú þeir sem missa mann af velli með rautt spjald eftir ruddatæklingu.“ Kolbeinn er ekki smeykur við að missa sæti sitt til hins unga Indriða. „Það er bara jákvætt að fá samkeppni um sæti í liðinu en hann spilaði virkilega vel strákurinn.“Zoran: Stoltur af frammistöðunni í 85 mínútur Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur var þrátt fyrir allt nokkuð ánægður með sína menn. „Við börðumst vel í 85 mínútur en það verður að viðurkennast að við litum illa út í fyrsta markinu.“ Zoran fékk rautt spjald fyrir mótmæli í síðari hálfleik. „Ég veit ekki hvað er í gangi hérna, ég spurði bara hvort að við mættum ekki mótmæla.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Valsmenn gerðu sér lítið og unnu 4-0 stórsigur á Keflavík í leik liðanna suður með sjó í kvöld. Gestirnir höfðu töluverða yfirburði, ekki síst eftir að Keflvíkingar misstu Hilmar Geir Eiðsson af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Valsmenn spiluðu þennan leik af festu og leikmenn liðsins voru gríðarlega hreyfanlegir og tilbúnir í verkefnið en Keflvíkingar voru einfaldlega daprir og hugmyndasnauðir. Fyrri hálfleikur var í þokkalegu jafnvægi framan af en Valsmenn þó sýnu ákveðnari. Þeir pressuðu Keflvíkinga grimmt og gáfu þeim engin færi að ná upp neinu spili. Kolbeinn Kárason var virkilega grimmur í framlínunni og það kom ekki á óvart þegar hann kom Valsmönnum yfir með potmarki eftir fjórtán mínútur. Heimamenn urðu fyrir öðru áfalli korteri seinna, þegar dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín, mat tæklingu Hilmars Geirs Eiðssonar verðskulda rautt spjald. Valsmenn sóttu enn í sig veðrið og voru í raun klaufar að bæta ekki við mörkum fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu og það verður að telja Keflvíkingum til hróss að gefast ekki upp manni færri og marki undir. Þrekið brast hins vegar undir lokin hjá heimamönnum og gestirnir sölluðu inn þremur mörkum undir lokin og fóru sprækir varamenn þeirra á kostum á þeim kafla.Indriði: Ég hefði sett þrennu ef leikurinn hefði verið örlítið lengri Indriði Þorláksson átti frábæra innkomu og skoraði tvö mörk. „Ég spilaði heilan leik með 2.flokki í gær og bjóst ekki við að fá að spila en fyrst að Kristján setti mig inn á, var ekkert annað í stöðunni en að standa sig. Ég hefði pottþétt sett þrennu ef leikurinn hefði verið tveim mínútum lengri.“ Indriði Áki, sem er aðeins 17 ára gamall hafði einungis komið við sögu í einum leik í mótin en hann kom inn á sem varmaður gegn Breiðabliki 8. ágúst á 89. mínútu. Hann er sonur Þorláks Árnasonar, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar og fyrrum þjálfara Vals.Guðmundur: Valsliðið er það lélegasta sem ég hef mætt á ferlinum Guðmundur Steinarsson var ekki sáttur eftir leik. „Það mætti annað liðið til að spila fótbolta en hitt til að meiða og fengu til þess fullt leyfi frá dómurunum. Þetta Valslið er það lélegasta sem ég hef mætt á ferlinum. Fótboltinn tapaði hér í kvöld.“Kristján: Rokk-taktur hjá okkur í Bítlabænum Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur við sigurinn. „Ég er gríðarlega sáttur við mína menn og þeir leyfðu Keflvíkingum aldrei að spila sinn bolta. Við höfum verið í basli með að nýta okkur það að vera manni fleiri en gerðum það svo sannarlega með stæl í kvöld. Við vorum í rokk-takti hér í Bítlabænum,“ sagði Kristján.Kolbeinn: Fínt að fá samkeppni Kolbeinn Kárason átti skínandi leik og skoraði tvö mörk. „Við mættum tilbúnir og ég er algjörlega ósammála því að við höfum verið grófir. Það voru jú þeir sem missa mann af velli með rautt spjald eftir ruddatæklingu.“ Kolbeinn er ekki smeykur við að missa sæti sitt til hins unga Indriða. „Það er bara jákvætt að fá samkeppni um sæti í liðinu en hann spilaði virkilega vel strákurinn.“Zoran: Stoltur af frammistöðunni í 85 mínútur Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur var þrátt fyrir allt nokkuð ánægður með sína menn. „Við börðumst vel í 85 mínútur en það verður að viðurkennast að við litum illa út í fyrsta markinu.“ Zoran fékk rautt spjald fyrir mótmæli í síðari hálfleik. „Ég veit ekki hvað er í gangi hérna, ég spurði bara hvort að við mættum ekki mótmæla.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira