Enski boltinn

Terry biðst afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Terry sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann viðurkennir að hann hafi notað óviðeigandi orðbragð í leik Chelsea og QPR á síðasta tímabili.

Terry ákvað í dag að áfrýja ekki úrskurði aganefndar enska knattspyrnusambandsins sem dæmdi hann í fjögurra leikja bann fyrir að hafa niðrandi ummæli um Anton Ferdinand, leikmann QPR.

„Eftir að hafa íhugað þetta vel og lengi ákvað ég að áfrýja dómi enska knattspyrnusambandsins ekki," sagði hann í yfirlýsingu sinni.

„Ég vil nýta þetta tækifæri og biðja alla þá afsökunar á því orðalagi sem ég notaði í leik gegn QPR í október á síðasta ári."

„Niðurstaða knattspyrnusambandsins eru mér vonbrigði en ég viðurkenni að þau orð sem ég notaði eiga ekki að heyrast á knattspyrnuvellinum eða hvergi annars staðar, óháð því í hvaða samhengi þau voru."


Tengdar fréttir

Terry áfrýjar ekki | Fer í fjögurra leikja bann

John Terry hefur ákveðið að áfrýja ekki úrskurði aganefndar enska knattspyrnusambandsins og mun því taka út fjögurra leikja bann fyrir að beita Anton Ferdinand, leikmann QPR, kynþáttaníði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×