Svar Íslands: Rök ESB hefðu haft "fáránlegar afleiðingar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2012 12:05 Höfðustöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag. Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu. Í Icesave-málinu er m.a tekist á um svokallaða árangursskyldu (e. obligation of result) samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar, en framkvæmdasstjórn ESB virðist líta svo á að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að ganga ekki úr skugga um að nægir peningar væru í Tryggingarsjóði innistæðueigenda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Ísland leggur áherslu á að eina skylda ríkisins í þessum efnum hafi verið að koma innistæðutryggingarkerfinu á laggirnar og hafa eftirlit með því. Ísland fellst ekki á þau rök ESB að tilskipunin leggi þær byrðar á ríkissjóð að tryggja greiðslur tryggingarsjóðsins í þeim tilvikum sem peningar í sjóðnum hrökkva ekki til að greiða kröfur sparifjáreigenda vegna falls banka. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg til að tryggja peninga fyrir Icesave-innistæðum, en Ísland bendir á að óhjákvæmilega sé ríkissjóður eini aðilinn sem geti veitt slíka aðstoð en engri ríkisábyrgð er til að dreifa samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. Í svari Íslands segir jafnframt að þessi röksemdafærsla Evrópusambandsins hafi í raun fáránlegar afleiðingar í för með sér, (e. further absurd consequence) því ef sú skylda myndi skapast í þessu tilviki myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem tilskipanir ESB kveða á um að aðilar á markaði annist greiðslur til einstaklinga, hvort sem það eru neytendur, starfsmenn á vinnumarkaði eða aðrir, en bankarnir báru ábyrgð á fjármögnun tryggingarsjóðsins, skv. efni tilskipunar 94/19. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að það séu skyldur Íslands að tryggja að nægir peningar séu í tryggingarsjóðnum til að greiða Icesave-skuldbindingarnar og heldur því fram í greinargerð að þetta geti hugsanlega falið í sér að hinir nýju bankar á Íslandi, sem stofnaðir voru á grunni þeirra eldri eftir hrun, taki þátt í fjármögnun tryggingarsjóðsins til að endurgreiða sparifjáreigendum. Í svari Íslands segir að þetta feli í óhjákvæmilega (e. inevitably involve) í sér peninga frá ríkissjóði, eða að minnsta kosti ábyrgð þess á langtímalánum nýju bankanna til að standa undir slíkum greiðslum. Þá segir í svarinu að í áliti fjármálaeftirlitsins á Íslandi, FME, um að ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta hafi þurft að greiða innistæðueigendum innan árs, eins og tilskipunin kveður á um, hefði það falið sér þriðjung allra eigna nýju bankanna þriggja í lok árs 2008. Og hefðu nýju bankarnir þrír þurft að taka þátt í slíkri fjármögnun hefðu þeir verið með neikvætt eigið fé upp á 419 milljarða króna í lok árs 2008. Með slíku höggi hefðu þeir enn á ný þurft að leita til FME og aftur hefði komið til kasta neyðarlaga vegna fjármálaáfalls á Íslandi, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan efnahag. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum hinn 18. september næstkomandi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag. Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu. Í Icesave-málinu er m.a tekist á um svokallaða árangursskyldu (e. obligation of result) samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar, en framkvæmdasstjórn ESB virðist líta svo á að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að ganga ekki úr skugga um að nægir peningar væru í Tryggingarsjóði innistæðueigenda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Ísland leggur áherslu á að eina skylda ríkisins í þessum efnum hafi verið að koma innistæðutryggingarkerfinu á laggirnar og hafa eftirlit með því. Ísland fellst ekki á þau rök ESB að tilskipunin leggi þær byrðar á ríkissjóð að tryggja greiðslur tryggingarsjóðsins í þeim tilvikum sem peningar í sjóðnum hrökkva ekki til að greiða kröfur sparifjáreigenda vegna falls banka. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg til að tryggja peninga fyrir Icesave-innistæðum, en Ísland bendir á að óhjákvæmilega sé ríkissjóður eini aðilinn sem geti veitt slíka aðstoð en engri ríkisábyrgð er til að dreifa samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. Í svari Íslands segir jafnframt að þessi röksemdafærsla Evrópusambandsins hafi í raun fáránlegar afleiðingar í för með sér, (e. further absurd consequence) því ef sú skylda myndi skapast í þessu tilviki myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem tilskipanir ESB kveða á um að aðilar á markaði annist greiðslur til einstaklinga, hvort sem það eru neytendur, starfsmenn á vinnumarkaði eða aðrir, en bankarnir báru ábyrgð á fjármögnun tryggingarsjóðsins, skv. efni tilskipunar 94/19. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að það séu skyldur Íslands að tryggja að nægir peningar séu í tryggingarsjóðnum til að greiða Icesave-skuldbindingarnar og heldur því fram í greinargerð að þetta geti hugsanlega falið í sér að hinir nýju bankar á Íslandi, sem stofnaðir voru á grunni þeirra eldri eftir hrun, taki þátt í fjármögnun tryggingarsjóðsins til að endurgreiða sparifjáreigendum. Í svari Íslands segir að þetta feli í óhjákvæmilega (e. inevitably involve) í sér peninga frá ríkissjóði, eða að minnsta kosti ábyrgð þess á langtímalánum nýju bankanna til að standa undir slíkum greiðslum. Þá segir í svarinu að í áliti fjármálaeftirlitsins á Íslandi, FME, um að ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta hafi þurft að greiða innistæðueigendum innan árs, eins og tilskipunin kveður á um, hefði það falið sér þriðjung allra eigna nýju bankanna þriggja í lok árs 2008. Og hefðu nýju bankarnir þrír þurft að taka þátt í slíkri fjármögnun hefðu þeir verið með neikvætt eigið fé upp á 419 milljarða króna í lok árs 2008. Með slíku höggi hefðu þeir enn á ný þurft að leita til FME og aftur hefði komið til kasta neyðarlaga vegna fjármálaáfalls á Íslandi, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan efnahag. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum hinn 18. september næstkomandi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira