Erlent

Björgunaraðgerðum hætt í Costa Concordia

Mynd/AFP
Björgunaraðgerðum hefur verið hætt í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem liggur á hliðinni undan ströndum Ítalíu. Skipið hefur færst úr stað og því er ekki talið óhætt fyrir björgunarmenn að athafna sig í því.

Staðfest er að ellefu séu látnir en 23 er enn saknað. Vonir manna um að finna fólk á lífi í skipinu hafa dvínað mikið og stefnt er að því að hefja dælingu úr olíutönkum þess þegar það verður talið óhætt.

Skipstjóri skipsins er nú í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa verið valdur að strandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×