Alexander Petersson sýndi mátt sinn og mikilvægi um helgina í 25-23 sigri Rhein-Neckar Löwen á hans gömlu félögum í Füchse Berlin en íslenski landsliðsmaðurinn skoraði átta mörk í leiknum og var frábær í vörn sem sókn.
Alexander skoraði tvö af fyrstu fjórum mörkum Rhein-Neckar Löwen sem komst í 4-1, jafnaði metin þrisvar sinnum á fjögurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleik og innsiglaði síðan sigurinn með því að koma Löwen í 25-22 þegar rúm hálf mínúta var eftir af leiknum.
Vísir hefur nú tekið saman í stutt myndband með öllum átta mörkum Alxanders í leiknum en ekkert þeirra kom af vítalínunni. Alexander var ekki bara markahæstur í sínum liði því hann var einnig markahæsti maður vallarins.
Það er hægt að sjá þetta myndband með því að smella hér fyrir ofan.
