Fótbolti

Mourinho leggur til nýtt viðurnefni á sjálfan sig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að viðurnefnið „Hinn eini" sé meira við hæfi en „Hinn einstaki" þar sem hann hefur stýrt félagi til sigurs í þremur sterkustu deildum í Evrópu.

Mourinho hefur unnið deildina með Real Madrid á Spáni, tvívegis með Inter Milan á Ítalíu og tvívegis með Chelsea á Englandi. Þá vann hann deildina í tvígang með Porto í heimalandi sínu.

„Hvort sem ykkur líkar betur eða verr þá er ég sá eini sem hef unnið þrjár mikilvægustu deildirnar. Því ætti fólk kannski frekar að kalla mig „Hinn eina" frekar en „Hinn einstaka"," sagði Mourinho í viðtali við SIC í Portúgal.

Mourinho hlaut viðurnefnið „Hinn einstaki" eftir að hafa kallað sig það sjálfur á blaðamannafundi við komuna til Chelsea frá Porto árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×