Erlent

Vitnaleiðslur vegna Costa Concordia hafnar

Að minnsta kosti 30 létust þegar Costa Concordia strandaði undan vesturströnd Ítalíu í janúar.
Að minnsta kosti 30 létust þegar Costa Concordia strandaði undan vesturströnd Ítalíu í janúar. mynd/AP
Vitnaleiðslur vegna strands skemmtiferðaskipsins Costa Concordia hófust á Ítalíu í gær. Francesco Schettino, skipstjóri skipsins, neitar ásökunum um manndráp af gáleysi.

Schettino verður ekki viðstaddur vitnaleiðslurnar en hann er nú í stofufangelsi í bænum Meta di Sorrento.

Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu munu hundruð manns sækja vitnaleiðslurnar.

Að minnsta kosti 30 létust þegar Costa Concordia strandaði undan vesturströnd Ítalíu í janúar.

Lögmaður Schettinos sagði að ekki væri nauðsynlegt fyrir skjólstæðing sinn að sækja vitnaleiðslurnar. Hann sagði að Schettino væri afar sorgmæddur vegna slyssins og að hann harmi þá umfjöllun sem spratt upp í kjölfar þess.

Rúmlega 70 lögfræðingar verða viðstaddir vitnaleiðslurnar en margir þeirra eru í forsvari fyrir fjölskyldur fórnarlambanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×