Innlent

Íslenskur minkur étur meiri fisk

Minkur var fyrst fluttur til landsins 1931, en hann slapp fljótlega út í villta náttúru. Landnámi hans lauk árið 1975 þegar hann tók sér bólfestu í Öræfasveitinni.
Minkur var fyrst fluttur til landsins 1931, en hann slapp fljótlega út í villta náttúru. Landnámi hans lauk árið 1975 þegar hann tók sér bólfestu í Öræfasveitinni. mynd/sigrún bjarnadóttir
Mikilvægasta fæða íslenska minksins eru ýmsar tegundir fiska og fugla. Fæða minksins er þó mjög mismunandi eftir búsvæðum dýrsins, eftir árstíðum og kyni. Fiskur er stærri hluti fæðu minks hérlendis en í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar Rannveigar Magnúsdóttur og félaga á Náttúrustofu Vesturlands, Háskóla Íslands og Oxford-háskóla. Skoðað var innihald í maga 851 minks, eins og Náttúrustofa Vesturlands greinir frá á heimasíðu sinni.

Fæðuval var mismunandi eftir því hvort um var að ræða mink við sjávarsíðuna eða við ferskvatn inn til landsins. Við sjóinn voru helstu fæðutegundir grunnsævis- og fjörufiskar, ásamt öndum, vaðfuglum, fýl, svartfuglum, hagamúsum og hryggleysingjum. Við ferskvatn voru laxfiskar mjög mikilvægir en hornsíli einnig étin, ásamt vaðfuglum, öndum, fýl og hagamúsum. Talsverður árstíðamunur var í fæðuvalinu. Hann kom helst fram í því að fiskur voru uppistaða fæðunnar yfir vetrartímann en fugl mikilvægari að sumarlagi. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×