Erlent

Óttast að 35 hafi látið lífið um borð í Costa Concordia

Svo virðist sem ítölsk yfirvöld hafi ekki yfirlit yfir hve margir farþegar voru um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia þegar það strandaði um síðustu helgi. Nú er tala þeirra sem saknað er komin í 29 manns og því gætu að allt að 35 manns hafa látið lífið í strandinu.

Í gærmorgun tilkynntu ítölsk yfirvöld hinsvegar að 14 manns væri saknað og að sex manns hefðu látist. Eitt lík til viðbótar hefur fundist í skipinu og tala látinna er því komin í sjö manns.

Nýjustu fréttir af strandstað eru svo þær að olía er byrjuð að leka úr skipinu þannig að mengunarslys gæti verið í uppsiglingu við eyjuna Giglio þar sem skip liggur á hliðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×