Hlutafé ÍAV ehf. var aukið um 300 milljónir króna um miðjan desember síðastliðinn. Í tilkynningu til fyrirtækjaskráar kemur fram að kaupendur hins nýja hlutafjár sé Íslenskir aðalverktakar ehf., sem áttu allt hlutafé í verktakafyrirtækinu áður. Um er að ræða 37,5% aukningu á hlutafénu.
ÍAV hagnaðist um 11 milljónir króna á árinu 2010, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skilaði inn 30. mars síðastliðinn. Alls metur ÍAV-samstæðan, en móðurfélagið á ellefu dótturfélög, eignir sínar á 3,6 milljarða króna og eigið fé hennar var 454 milljónir króna í lok árs 2010. Skuldir hennar voru 3,2 milljarðar króna á sama tíma.
Eigendur ÍAV eru svissneski verktakarisinn Marti Holdings AG, og félög í eigu Gunnars Sverrissonar og Karls Þráinssonar, forstjóra ÍAV. Marti keypti verktakahluta ÍAV í mars 2010. Fasteignahluti félagsins, og þorri skulda þess, varð eftir hjá Arion banka. Drög ehf., fyrrum móðurfélag ÍAV, skuldaði 28,1 milljarð króna í lok árs 2009. Eigið fé þess félags var neikvætt um 20,3 milljarða króna á sama tíma. Marti lánaði síðan þeim Gunnari og Karli til að kaupa 25% eignarhlut hvor í ágúst 2010. - þsj
Hlutafé aukið um 300 milljónir í desember

Mest lesið

Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf

Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent



Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent

Kaupsamningur undirritaður um Grósku
Viðskipti innlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent