Frábært að fá svona góða dóma 12. september 2012 10:00 Kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, fær góða dóma eftir að hún var sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. fréttablaðið/anton brink Kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem stendur nú yfir. Myndin hefur fengið góðar dóma og sagði gagnrýnandi Screen Daily myndina fallega og að hún væri líkleg til að falla í kramið hjá áhorfendum. „Það er frábært að fá svona góða dóma. Það skemmtilega við dóminn í Screen Daily er að gagnrýnandinn fer dýpra í túlkun sinni á myndinni en gengur og gerist í kvikmyndadómum og tengir hana meðal annars íslensku hugarfari og kreppunni, sem var akkúrat ætlun mín,“ segir Baltasar um dóm Howard Feinstein hjá Screen Daily. Sá telur að þrátt fyrir tragískan söguþráð myndarinnar muni hún slá í gegn hjá kvikmyndagestum víða um heim. Djúpið var sýnd fimm sinnum í Toronto, tvisvar fyrir kaupendur og þrisvar fyrir hátíðargesti og var uppselt á þær síðarnefndu. Myndin hefur þegar verið seld til dreifingar í Skandinavíu, Bretlandi og Frakklandi og eiga aðstandendur í samningaviðræðum við dreifingaraðila í Bandaríkjunum, Japan og Ástralíu. Djúpið verður frumsýnd hér á landi þann 27. september og á Baltasar ekki von á að Guðlaugur Friðþórsson sæki sýninguna, en myndin er byggð á leikverki sem var innblásið af þrekraun Guðlaugs sem synti í land eftir að skip hans fórst við Vestmannaeyjar árið 1984. „Ég bauð honum fyrir löngu en á ekki von á því að hann komi. Ég skil ástæður hans mjög vel en vissi því miður ekki af þeim fyrr en of seint. Sagan fjallar þó ekki bara um hann, heldur um alla íslenska sjómenn.“ Baltasar dvelur hér á landi í þrjár vikur og heldur að þeim tíma loknum aftur til Bandaríkjanna þar sem hann mun ljúka vinnu við kvikmyndina 2 Guns.- sm Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem stendur nú yfir. Myndin hefur fengið góðar dóma og sagði gagnrýnandi Screen Daily myndina fallega og að hún væri líkleg til að falla í kramið hjá áhorfendum. „Það er frábært að fá svona góða dóma. Það skemmtilega við dóminn í Screen Daily er að gagnrýnandinn fer dýpra í túlkun sinni á myndinni en gengur og gerist í kvikmyndadómum og tengir hana meðal annars íslensku hugarfari og kreppunni, sem var akkúrat ætlun mín,“ segir Baltasar um dóm Howard Feinstein hjá Screen Daily. Sá telur að þrátt fyrir tragískan söguþráð myndarinnar muni hún slá í gegn hjá kvikmyndagestum víða um heim. Djúpið var sýnd fimm sinnum í Toronto, tvisvar fyrir kaupendur og þrisvar fyrir hátíðargesti og var uppselt á þær síðarnefndu. Myndin hefur þegar verið seld til dreifingar í Skandinavíu, Bretlandi og Frakklandi og eiga aðstandendur í samningaviðræðum við dreifingaraðila í Bandaríkjunum, Japan og Ástralíu. Djúpið verður frumsýnd hér á landi þann 27. september og á Baltasar ekki von á að Guðlaugur Friðþórsson sæki sýninguna, en myndin er byggð á leikverki sem var innblásið af þrekraun Guðlaugs sem synti í land eftir að skip hans fórst við Vestmannaeyjar árið 1984. „Ég bauð honum fyrir löngu en á ekki von á því að hann komi. Ég skil ástæður hans mjög vel en vissi því miður ekki af þeim fyrr en of seint. Sagan fjallar þó ekki bara um hann, heldur um alla íslenska sjómenn.“ Baltasar dvelur hér á landi í þrjár vikur og heldur að þeim tíma loknum aftur til Bandaríkjanna þar sem hann mun ljúka vinnu við kvikmyndina 2 Guns.- sm
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira