Innlent

Ummæli í DV dæmd dauð og ómerk: Rannsókn var ekki hafin

Frá skrifstofu DV.
Frá skrifstofu DV.
Ritstjórar DV, þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, auk fréttastjórans Inga F. Vilhjálmssonar, er gert að greiða Jóni Snorra Snorrasyni 200 þúsund krónur hver fyrir ummæli sem birtust um Jón Snorra í DV í mars á síðasta ári.

Það voru ummælin „Lögreglan rannsakar lektor" og „Lektor í viðskiptafræði flæktur í lögreglurannsókn" sem eru dæmd dauð og ómerk. DV fjallaði um málefni Jóns Snorra þegar hann sat í stjórn fyrirtækisins Sigurplast ehf.

Ritstjórarnir og fréttastjórinn kröfðust þess að vera sýknaðir þar sem Jón hafði verið kærður til lögreglu ásamt stjórn Sigurplasts. Héraðsdómur Reykjavíkur tekur undir að stjórnin hafi verið kærð til lögreglunnar, en rannsókn hefði ekki verið hafin á málunum, eins og látið er líta út fyrir í ummælunum.

Segir svo orðrétt í dóminum: „Þá var orðfærið til þess fallið að vekja þann skilning lesenda að stefnandi væri sakborningur í lögreglurannsókn vegna saknæmrar og refsiverðrar háttsemi sinnar. Var með þessu vegið að æru stefnanda".

DV er einnig gert að birta forsendur og dómsorð dómsins í tveimur blöðum og í næsta tölublaði DV og dv.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×