Erlent

Tónskáld The Dark Knight Rises samdi lag fyrir íbúa Aurora

Atvikið átti sér stað á miðnætursýningu The Dark Knight Rises í Aurora.
Atvikið átti sér stað á miðnætursýningu The Dark Knight Rises í Aurora. mynd/AP
Þýska tónskáldið Hans Zimmer, sem samdi tónlistina fyrir nýjustu Batman-kvikmyndina, The Dark Knight Rises, hefur samið lag í minningu þeirra sem létust í skotárásinni í Aurora í Colorado.

Lagið heitir Aurora og er átta og hálf mínúta að lengd.

Aurora er tileinkað þeim sem létust í harmleiknum í Aurora, sem og þeim sem misstu ástvini sína í skotárásinni," skrifaði Zimmer á Facebook.

Árásin átti sér stað 20. júlí síðastliðinn. Þá skaut James Holmes, 24 ára, tólf til bana á miðnætursýningu The Dark Knight Rises í bænum Aurora. Hátt í 60 særðust, þar af margir alvarlega.

Lagið er til sölu í vefverslun iTunes og fá kaupendur um það ráðið hvað þau greiða fyrir það. Allur ágóði rennur til samtaka í Aurora sem styðja við bakið á fórnarlömbum árásarinnar.

Hægt er að nálgast lagið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×