Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. október 2024 15:33 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yfirgaf fundin um hálf sex. visir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. Fundurinn hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn. Bjarni ítrekaði að fundi loknum að engin tillaga hafi verið lögð fram þess efnis að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu á fundinum í dag. Spurður hvers vegna hafi verið boðað svo skyndilega til fundar sagði Bjarni að kallað væri til funda hjá flokknum þegar að ástæða þykir til og að reglulega væri fundað innan Sjálfstæðisflokksins. Hann tók ekki undir það að fundurinn hafi verið skyndilegur og sagði það orð fréttamiðla. Bjarni tók fram að meðal annars hafi verið lagt mat á stjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Henni hefur verið lokað en hægt er að renna yfir hvað átti sér stað þar.
Fundurinn hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn. Bjarni ítrekaði að fundi loknum að engin tillaga hafi verið lögð fram þess efnis að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu á fundinum í dag. Spurður hvers vegna hafi verið boðað svo skyndilega til fundar sagði Bjarni að kallað væri til funda hjá flokknum þegar að ástæða þykir til og að reglulega væri fundað innan Sjálfstæðisflokksins. Hann tók ekki undir það að fundurinn hafi verið skyndilegur og sagði það orð fréttamiðla. Bjarni tók fram að meðal annars hafi verið lagt mat á stjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Henni hefur verið lokað en hægt er að renna yfir hvað átti sér stað þar.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Fleiri fréttir Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Sjá meira