Stjúpu Matthíasar komið í skjól - sá hættulegasti sem hefur strokið í mörg ár 17. desember 2012 21:26 Þessi mynd var tekin af Matthíasi Mána þann 6. janúar síðastliðinn. Stjúpu mannsins, sem strauk af Litla-Hrauni í dag, hefur verið komið í skjól, en það var gert mjög fljótlega eftir að upp komst um flóttann. Maðurinn sem flúði heitir heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst á stjúpmóður sína og veitti henni alvarlega áverka meðal annars með kertastjaka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjúpa mannsins talin í raunverulegri hættu vegna flótta Matthíasar. Þá er Matthías flokkaður sem mjög hættulegur maður, sem er efsta stig ákveðinnar skilgreiningar sem fangelsismálastofnun og lögregla notast við, en slíkt hefur ekki komið fyrir á Litla-Hrauni í fjölmörg ár samkvæmt heimildum. Ekki er ljóst hvernig Matthías strauk en núna er það rannsakað hvort hann hafi klifrað yfir girðingu í fangelsisgarðinum. Mikill viðbúnaður er vegna flótta Matthíasar, lögreglan leitar að honum auk þess sem búið er að gera landamæravörðum viðvart um flótta hans. Matthías er 171 sentímetri á hæð, um 70 kílógrömm og grannvaxinn. Hann var íklæddur grárri hettupeysu, með svarta prjónahúfu á höfði, í dökkum buxum. Vísbendingar eru um að hann hafi fengið far á Selfoss um kl. 13:30 í dag, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Það hefur hinsvegar ekki fengist staðfest og því óskar lögreglan eftir öllum upplýsingum sem tengst geta stroki hans. Sími lögreglu er 480 1010. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Fangi strauk af Litla-Hrauni Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag. 17. desember 2012 16:06 Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. 17. desember 2012 17:04 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Stjúpu mannsins, sem strauk af Litla-Hrauni í dag, hefur verið komið í skjól, en það var gert mjög fljótlega eftir að upp komst um flóttann. Maðurinn sem flúði heitir heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst á stjúpmóður sína og veitti henni alvarlega áverka meðal annars með kertastjaka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjúpa mannsins talin í raunverulegri hættu vegna flótta Matthíasar. Þá er Matthías flokkaður sem mjög hættulegur maður, sem er efsta stig ákveðinnar skilgreiningar sem fangelsismálastofnun og lögregla notast við, en slíkt hefur ekki komið fyrir á Litla-Hrauni í fjölmörg ár samkvæmt heimildum. Ekki er ljóst hvernig Matthías strauk en núna er það rannsakað hvort hann hafi klifrað yfir girðingu í fangelsisgarðinum. Mikill viðbúnaður er vegna flótta Matthíasar, lögreglan leitar að honum auk þess sem búið er að gera landamæravörðum viðvart um flótta hans. Matthías er 171 sentímetri á hæð, um 70 kílógrömm og grannvaxinn. Hann var íklæddur grárri hettupeysu, með svarta prjónahúfu á höfði, í dökkum buxum. Vísbendingar eru um að hann hafi fengið far á Selfoss um kl. 13:30 í dag, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Það hefur hinsvegar ekki fengist staðfest og því óskar lögreglan eftir öllum upplýsingum sem tengst geta stroki hans. Sími lögreglu er 480 1010.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Fangi strauk af Litla-Hrauni Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag. 17. desember 2012 16:06 Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. 17. desember 2012 17:04 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Fangi strauk af Litla-Hrauni Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag. 17. desember 2012 16:06
Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. 17. desember 2012 17:04