Selja "íslenskar“ lopapeysur sem eru prjónaðar í Kína 1. júní 2012 07:00 Íslenskar lopapeysur njóta mikilla vinsælda hjá ferðamönnum. Mynd/Auðunn Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 66°N er eitt þeirra fyrirtækja sem selur slíkar peysur, en þær eru prjónaðar í Kína og seldar í Rammagerðinni. Hermann Sigursteinsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá 66°N telur framleiðsluferlið eðlilegt. „Þetta er það sem gerist og gengur í öllum fyrirtækjum sem eru í hönnun og framleiðslu. Það er verið að framleiða vörurnar á mörgum stöðum. Þetta er íslensk vara, gerð úr íslenskri ull og þetta er íslensk hönnun, bara unnin annars staðar." Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands, segir þessar framleiðsluaðferðir langt frá því að vera eðlilegar. „Vörurnar eru ekki upprunavottaðar, það veit í raun enginn hvaðan þær koma. Ferðamenn standa í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenska vöru." Bryndís segir það sífellt færast í vöxt að ferðamenn kalli eftir upprunavottun á vörum sem þeir kaupa, sér í lagi fólk sem kemur frá löndum þar sem slík vottun er fest í lög. „Því finnst það vera réttur sinn að vita hvaðan vörurnar koma og hvað sé í þeim. Og svo eru lopapeysur að verða einir af síðustu íslensku minjagripunum sem eru í raun framleiddir hér á landi. Ef við tökum þær líka út verður lítið eftir." Hermann telur merkingum á peysunum ekki ábótavant: „Nei, þetta skaðar neytendur ekki á neinn hátt," segir hann og bendir á að lög og reglur um merkingar séu mismunandi eftir löndum. „Menn fara bara eftir þeim reglum sem eru í gangi." -ktg Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 66°N er eitt þeirra fyrirtækja sem selur slíkar peysur, en þær eru prjónaðar í Kína og seldar í Rammagerðinni. Hermann Sigursteinsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá 66°N telur framleiðsluferlið eðlilegt. „Þetta er það sem gerist og gengur í öllum fyrirtækjum sem eru í hönnun og framleiðslu. Það er verið að framleiða vörurnar á mörgum stöðum. Þetta er íslensk vara, gerð úr íslenskri ull og þetta er íslensk hönnun, bara unnin annars staðar." Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands, segir þessar framleiðsluaðferðir langt frá því að vera eðlilegar. „Vörurnar eru ekki upprunavottaðar, það veit í raun enginn hvaðan þær koma. Ferðamenn standa í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenska vöru." Bryndís segir það sífellt færast í vöxt að ferðamenn kalli eftir upprunavottun á vörum sem þeir kaupa, sér í lagi fólk sem kemur frá löndum þar sem slík vottun er fest í lög. „Því finnst það vera réttur sinn að vita hvaðan vörurnar koma og hvað sé í þeim. Og svo eru lopapeysur að verða einir af síðustu íslensku minjagripunum sem eru í raun framleiddir hér á landi. Ef við tökum þær líka út verður lítið eftir." Hermann telur merkingum á peysunum ekki ábótavant: „Nei, þetta skaðar neytendur ekki á neinn hátt," segir hann og bendir á að lög og reglur um merkingar séu mismunandi eftir löndum. „Menn fara bara eftir þeim reglum sem eru í gangi." -ktg
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira