Selja "íslenskar“ lopapeysur sem eru prjónaðar í Kína 1. júní 2012 07:00 Íslenskar lopapeysur njóta mikilla vinsælda hjá ferðamönnum. Mynd/Auðunn Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 66°N er eitt þeirra fyrirtækja sem selur slíkar peysur, en þær eru prjónaðar í Kína og seldar í Rammagerðinni. Hermann Sigursteinsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá 66°N telur framleiðsluferlið eðlilegt. „Þetta er það sem gerist og gengur í öllum fyrirtækjum sem eru í hönnun og framleiðslu. Það er verið að framleiða vörurnar á mörgum stöðum. Þetta er íslensk vara, gerð úr íslenskri ull og þetta er íslensk hönnun, bara unnin annars staðar." Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands, segir þessar framleiðsluaðferðir langt frá því að vera eðlilegar. „Vörurnar eru ekki upprunavottaðar, það veit í raun enginn hvaðan þær koma. Ferðamenn standa í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenska vöru." Bryndís segir það sífellt færast í vöxt að ferðamenn kalli eftir upprunavottun á vörum sem þeir kaupa, sér í lagi fólk sem kemur frá löndum þar sem slík vottun er fest í lög. „Því finnst það vera réttur sinn að vita hvaðan vörurnar koma og hvað sé í þeim. Og svo eru lopapeysur að verða einir af síðustu íslensku minjagripunum sem eru í raun framleiddir hér á landi. Ef við tökum þær líka út verður lítið eftir." Hermann telur merkingum á peysunum ekki ábótavant: „Nei, þetta skaðar neytendur ekki á neinn hátt," segir hann og bendir á að lög og reglur um merkingar séu mismunandi eftir löndum. „Menn fara bara eftir þeim reglum sem eru í gangi." -ktg Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Töluvert magn af lopapeysum sem seldar eru í verslunum er prjónað eða framleitt erlendis. Peysurnar eru oft merktar sem íslensk hönnun eða vara en ekki tilgreint hvar þær eru gerðar. Enginn greinarmunur er gerður á þessum peysum og þeim sem prjónaðar eru hérlendis. 66°N er eitt þeirra fyrirtækja sem selur slíkar peysur, en þær eru prjónaðar í Kína og seldar í Rammagerðinni. Hermann Sigursteinsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá 66°N telur framleiðsluferlið eðlilegt. „Þetta er það sem gerist og gengur í öllum fyrirtækjum sem eru í hönnun og framleiðslu. Það er verið að framleiða vörurnar á mörgum stöðum. Þetta er íslensk vara, gerð úr íslenskri ull og þetta er íslensk hönnun, bara unnin annars staðar." Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands, segir þessar framleiðsluaðferðir langt frá því að vera eðlilegar. „Vörurnar eru ekki upprunavottaðar, það veit í raun enginn hvaðan þær koma. Ferðamenn standa í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenska vöru." Bryndís segir það sífellt færast í vöxt að ferðamenn kalli eftir upprunavottun á vörum sem þeir kaupa, sér í lagi fólk sem kemur frá löndum þar sem slík vottun er fest í lög. „Því finnst það vera réttur sinn að vita hvaðan vörurnar koma og hvað sé í þeim. Og svo eru lopapeysur að verða einir af síðustu íslensku minjagripunum sem eru í raun framleiddir hér á landi. Ef við tökum þær líka út verður lítið eftir." Hermann telur merkingum á peysunum ekki ábótavant: „Nei, þetta skaðar neytendur ekki á neinn hátt," segir hann og bendir á að lög og reglur um merkingar séu mismunandi eftir löndum. „Menn fara bara eftir þeim reglum sem eru í gangi." -ktg
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira