Menning

Bastard á svið í kvöld

Leikritið Bastards – fjölskyldusaga eftir Gísla Örn Garðarsson og bandaríska handritshöfundinn Richard Lagravenese verður sýnt í Borgarleikhúsinu á föstudags- og laugardagskvöld. Verkið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Vesturports, borgarleikhússins í Malmö og Teater Får302 í Kaupmannahöfn.

Sýningarnar í Borgarleikhúsinu eru norræn uppfærsla verksins en hlutverkin verða í höndum danskra, sænskra og íslenskra leikara.

Þaðan fer sýningin til Malmö og Kaupmannahafnar þar sem sýnt verður í leikhústjaldi sem tekur 690 manns í sæti. Sýningin verður svo frumsýnd á íslensku á næsta leikári í Borgarleikhúsinu með íslensku leikaraliði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.