Fótbolti

Heiðar á varamannabekknum í Norðurlandaúrvali VG

Heiðar Helguson fagnar hér marki fyrir QPR með Joey Barton.
Heiðar Helguson fagnar hér marki fyrir QPR með Joey Barton. Getty Images / Nordic Photos
Norska dagblaðið Verdens Gang hefur valið „Stjörnulið" í fótbolta sem skipað er leikmönnum frá Norðurlöndunum. Grétar Rafn Steinsson leikmaður Bolton var í þessu liði fyrir ári síðan en hann kemst ekki í liðið að þessu sinni. Heiðar Helguson, framherji QPR í ensku úrvalsdeildinni, er eini íslenski leikmaðurinn sem kemst í 16 manna leikmannahóp „Stjörnuliðsins".

Í fyrra voru leikmenn í byrjunarliðinu frá öllum Norðurlandaþjóðunum, fyrir utan Færeyjar. Að þessu sinni eru aðeins leikmenn frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi í byrjunarliðinu. Ísland og Finnland eiga leikmenn á varamannabekknum.

Flestir leikmenn koma frá Danmörku, en þrír leikmenn koma frá Svíþjóð og Norðmenn eiga einnig þrjá leikmenn. Aðeins þeir Brede Hangeland, William Kvist og Zlatan Ibrahimovic halda byrjunarliðssætum sínum frá því í fyrra.

Markvörður: Anders Lindegaard, danmörk, Manchester United

Hægri bakvörður: Tom Høgli, Noregur, Club Brugge.

Miðvörður: Brede Hangeland, Noregur, Fulham

Miðvörður:Daniel Agger, Danmörk, Liverpool

Vinstri bakvörður: Nicolai Boilesen, Danmörk, Ajax

Miðja: Sebastian Larsson, Svíþjóð, Sunderland

Miðja: William Kvist, Danmörk, Stuttgart

Miðja: Kim Källström, Svíþjóð, Lyon

Sóknarmiðjumaður: Christian Eriksen, Danmörk, Ajax

Framherji: Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð, AC Milan

Framherji: Mohammed Abdellaoue, Noregur, Hannover

Varamenn: Andreas Isaksson (PSV Eindhoven) Svíþjóð, Olof Mellberg (Olympiakos) Svíþjóð, John Arne Riise (Fulham) Noregur, Rasmus Elm (AZ) Svíþjóð, Roman Eremenko (Rubin Kazan) Finnland, Johan Elmander (Galatasaray) Svíþjóð, Heiðar Helguson (Queens Park Rangers) Ísland.

Gylfi Þór Sigurðsson, sem er á leiðinni til Swansea í ensku úrvalsdeildinni, er í hópi sjö leikmanna sem voru nálægt því að komast í 16-manna leikmannahópinn. Þar má einnig nefna; Jussi Jääskeläinen (Bolton), Jukka Raitala (Osasuna), Morten Gamst Pedersen (Blackburn), Simon Kjær (Roma), Ola Toivonen (PSV Eindhoven) og Nicklas Bendtner (Sunderland).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×