Lífið

Áhorfendur fóru heim af maraþontónleikum Guns N' Roses

Axl Rose á tónleikunum í Manchester.
Axl Rose á tónleikunum í Manchester. nordicphotos/getty
Margir aðdáendur Guns N' Roses þurftu að fara heim af tónleikum þeirra í Manchester áður en þeir sáu hljómsveitina svo mikið sem stíga á svið.

Axl Rose og félagar eru þekktir fyrir óstundvísi sína og héldu þeir uppteknum hætti í M.E.N.-höllinni í Manchester á þriðjudagskvöld. Þrátt fyrir að hafa átt að hefja tónleikana tíu um kvöldið létu rokkararnir ekki sjá sig fyrr en korter yfir ellefu.

Við tóku þriggja tíma maraþontónleikar og fór fólk ekki heim til sín fyrr en tvö um nóttina. Samkvæmt Gigwise.com er talið að um fjörutíu prósent áhorfendanna hafi þurft að yfirgefa tónleikahöllina fyrr til að ná lestinni heim til sín.

Einn aðdáandinn sem hélt út alla tónleikana skrifaði á Twitter að það hefði verið vel þess virði að komast ekki heim til sín fyrr en sjö um morguninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.