Enski boltinn

Niall Quinn kveður Sunderland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Quinn hefur stýrt "Fjárfestum í Afríku“ átakinu fyrir hönd Sunderland.
Quinn hefur stýrt "Fjárfestum í Afríku“ átakinu fyrir hönd Sunderland. Nordic Photos / Getty Images
Niall Quinn, fyrrum stjórnarformaður Sunderland, tilkynnti í dag að hann hefði yfirgefið félagið. Quinn, sem sagði af sér stjórnarformennsku í október, hafði starfað fyrir félagið á alþjóðlegum vettvangi en hverfur nú af sjónarsviðinu í Norður-Englandi.

„Ég hef átt sex stórkostleg ár hér og ég fyllist stolti að sjá stöðu Sunderland í dag," sagði hinn írski Quinn um veru sína hjá félaginu.

Quinn, sem var leikmaður og síðar knattspyrnustjóri Sunderland, steig til hliðar og tók við stjórnarformennsku þegar Roy Keane var ráðinn knattspyrnustjóri árið 2006.

„Það er allt til alls fyrir Sunderland að standa sig virkilega vel sem var alltaf markmið mið," sagði Quinn.

Martin O'Neill, stjóri Sunderland, hefur snúið gengi liðsins við á undanförnum vikum. Norður-Írinn settist í knattspyrnustjórastólinn í desember. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar og sló Arsenal út úr enska bikarnum um liðna helgi.

„Hjarta Sunderland hefur slegið í takt við hans í langan tíma og arfleifð hans er ómetanleg. Fyrir mér er hann Herra Sunderland og mun alltaf vera," sagði O'Neill um Quinn.

Írinn stæðilegi hyggt snúa heim til eyjunnar grænu og einbeita sér að viðskiptum sínum utan knattspyrnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×