Innlent

Mesta sprenging sem sést hefur í langan tíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Viðar Matthíasson segir að nokkur tími muni líða þangað til menn átti sig á því hvað hafi gerst.
Jón Viðar Matthíasson segir að nokkur tími muni líða þangað til menn átti sig á því hvað hafi gerst.
Það er mjög erfitt að átta sig á því hvar í íbúðinni sprengingin varð í Ofanleiti í morgun, segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er eiginlega ekki hægt að átta sig á því fyrr en maður er búinn að rannsaka vettvang. Það er mjög öflug sprenging sem á sér stað þarna," segir Jón Viðar.

Aðspurður segist hann ekki hafa orðið var við að gaskútur hafi verið inni í íbúðinni. „Þetta er mesta sprenging sem ég hef séð lengi, lengi. Ég tala nú ekki um í íbúðarhúsnæði. Það eru meiri líkur á því að það verði sprenging í atvinnuhúsnæði," segir Jón Viðar.

Jón Viðar segir að íbúðin sé öll meira og minna sprungin. Það þurfi meiri tíma til að átta sig á því hvar upptökin urðu. Þó sé ljóst þó að þessi sprenging hafi orðið inni í íbúðinni en ekki úti á svölum.


Tengdar fréttir

Sprenging í Ofanleiti - einn mikið slasaður

Sprenging varð í Ofanleiti í Reykjavík um klukkan ellefu. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni logar eldur og slys urðu á fólki. Einn hefur verið fluttur á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×