Erlent

Strand Costa Concordia dýrasta sjóslys sögunnar

Talið er að strand Costa Concordia við eyjuna Giglio á Ítalíu sé dýrasta sjóslys sögunnar.

Kostnaður við að fjarlægja skipið af strandstað nemi um 19 milljörðum króna en skipið mun vera tryggt fyrir rúmlega 60 milljarða króna.. Annað hvort þurfi að þétta það og draga af strandstað eða búta það niður á staðnum.

Þar að auki er hætta á mengunarslysi þar sem töluvert af olíu er í skipinu og eitthvað af hefur lekið út. Sérfræðingar frá hollensku björgunarfyrirtæki eru nú að undirbúa dælingu á 2.300 tonnum af olíu úr 17 tönkum skipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×