Lífsánægja samkynhneigðra unglinga er margfalt minni 15. febrúar 2012 05:30 Þóroddur Bjarnason Samkynhneigðir unglingar eru mun líklegri til að hugsa um sjálfsvíg en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Prófessor gagnrýnir bloggskrif grunnskólakennara á Akureyri. Sjálfsvígshugleiðingar og ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga eru margfalt algengari meðal samkynhneigðra unglinga hér á landi heldur en gagnkynhneigðra jafnaldra þeirra. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Þórodds Bjarnasonar og Ársæls Más Arnarssonar, prófessora við Háskólann á Akureyri, eru samkynhneigðir unglingar nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis. Í rannsókninni voru spurningar lagðar fyrir nemendur tíunda bekkjar í öllum grunnskólum landsins. Um tvö prósent stráka og stelpna sögðust hafa verið skotin í einhverjum af sama kyni. Rúm tvö prósent stráka og eitt prósent stelpna höfðu sofið hjá einhverjum af sama kyni. Þóroddur segir niðurstöðurnar sýna ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi mikla höfnun og andúð, sérstaklega í skólasamfélaginu. „Lífsánægja þeirra er mun minni, þau eru mun líklegri til að vera þunglynd og kvíðin og líða illa í skólanum og þau eru mun líklegri til að finnast skólafélagarnir vera óvingjarnlegir," segir Þóroddur. „Það er augljóst að þau þurfa á miklum stuðningi og skilningi að halda og kennarar og skólayfirvöld bera afar mikla ábyrgð á því að rækta samfélag þar sem þessir unglingar eru jafnvelkomnir og aðrir." Í því samhengi vísar Þóroddur í skrif Snorra Óskarssonar, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, um samkynhneigð. „Skólayfirvöld á Akureyri hafa tekið á þessu af mikilli festu og staðið með börnunum í erfiðu máli sem vekur mikilvægar spurningar um réttindi og skyldur grunnskólakennara," segir hann. Akureyrarbær hefur sett Snorra í sex mánaða launað leyfi frá störfum eftir að skrif hans voru tekin fyrir.- svfréttablaðið/valli Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Samkynhneigðir unglingar eru mun líklegri til að hugsa um sjálfsvíg en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Prófessor gagnrýnir bloggskrif grunnskólakennara á Akureyri. Sjálfsvígshugleiðingar og ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga eru margfalt algengari meðal samkynhneigðra unglinga hér á landi heldur en gagnkynhneigðra jafnaldra þeirra. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Þórodds Bjarnasonar og Ársæls Más Arnarssonar, prófessora við Háskólann á Akureyri, eru samkynhneigðir unglingar nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis. Í rannsókninni voru spurningar lagðar fyrir nemendur tíunda bekkjar í öllum grunnskólum landsins. Um tvö prósent stráka og stelpna sögðust hafa verið skotin í einhverjum af sama kyni. Rúm tvö prósent stráka og eitt prósent stelpna höfðu sofið hjá einhverjum af sama kyni. Þóroddur segir niðurstöðurnar sýna ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi mikla höfnun og andúð, sérstaklega í skólasamfélaginu. „Lífsánægja þeirra er mun minni, þau eru mun líklegri til að vera þunglynd og kvíðin og líða illa í skólanum og þau eru mun líklegri til að finnast skólafélagarnir vera óvingjarnlegir," segir Þóroddur. „Það er augljóst að þau þurfa á miklum stuðningi og skilningi að halda og kennarar og skólayfirvöld bera afar mikla ábyrgð á því að rækta samfélag þar sem þessir unglingar eru jafnvelkomnir og aðrir." Í því samhengi vísar Þóroddur í skrif Snorra Óskarssonar, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, um samkynhneigð. „Skólayfirvöld á Akureyri hafa tekið á þessu af mikilli festu og staðið með börnunum í erfiðu máli sem vekur mikilvægar spurningar um réttindi og skyldur grunnskólakennara," segir hann. Akureyrarbær hefur sett Snorra í sex mánaða launað leyfi frá störfum eftir að skrif hans voru tekin fyrir.- svfréttablaðið/valli
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira