Fótbolti

Gömlu mennirnir þurfa ekki að fljúga til Rúmeníu

Gömlu mennirnir í Man. Utd-liðinu þeir Paul Scholes og Ryan Giggs fá að hvíla lúin bein er félagar þeirra ferðast til Rúmeníu þar sem liðið etur kappi við CFR Cluj í Meistaradeildinni.

Michael Carrick og Antonio Valencia verða einnig eftir heima en Jonny Evans er klár í slaginn á nýjan leik og fer með liðinu.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur lofað því að stilla upp mjög sterku liði í leiknum enda er hann brenndur eftir klúðrið í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Svo má geta þess að Frakkinn Mikael Silvestre æfir með sínu gamla félagi þessa dagana en hann er að leita að nýju félagi. Hann er orðinn 35 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×